Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 541

Haldinn í Hamraborg 9,
05.07.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Jóhanna Hreinsdóttir ,
Arnar Jónsson ,
Almar Guðmundsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110004 - BS Flýti- og umferðargjöld -Samgöngusáttmálinn
Þorsteinn R. Hermannsson forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf.kynnir helstu sjónarmið og aðferðafræði varðandi mögulega álagningu flýti- og umferðargjalda sem hluta af framlagi ríkisins til fjármögnunar verkefna Samgöngusáttmála.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Þorsteinn R. Hermannsson
2. 2205010 - Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði
Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri kynnti þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins þar sem kemur fram talning á fjölda íbúða í samþykktu skipulagi sveitarfélaganna. Þá er fyrirliggjandi skýrsla með niðurstöðum og tillögum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, dags. 19. maí 2022, ásamt kynningarglærum um tillögur hópsins. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir formaður starfshópsins og aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, ásamt Hermanni Jónassyni forstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, kynnti skýrsluna og þær tillögur til úrbóta sem settar eru fram. Var m.a. fjallað um tillögu um rammasamkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu 35.000 íbúða næstu 10 ár þar sveitarfélög tryggi lóðaframboð til að byggja 4.000 íbúðir árlega á næstu fimm árum og 3.500 íbúðir árlega næstu fimm ár þar á eftir til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði.  Þá var einnig fjallað um tillögur um breytta verkferla, bætta upplýsingagjöf til að tryggja rauntímaupplýsingar um stöðu uppbyggingar og þörf á lagabreytingum til að tryggja betra jafnvægi á markaði.

Lagt fram til kynningar
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins_þróunaráætlun_almenn kynning juli 2022.pdf
Starfshópur um umbætur í húsnæðismálum - Kynning 19052022.pdf
Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði - skýrsla - lokaeintak.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir
Hermann Jónasson
3. 2107002 - Nýjar rannsóknarborholur í Bláfjöllum
Málið var tekið fyrir á 540. fundi stjórnar SSH hinn 5. júlí sl. en afgreiðslu þess frestað.

Fyrirliggjandi eru minnisblað SSH f.h. Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu vegna ofangreinds og minnisblað Mannvits dags. 9. júní 2022 til kynningar á þessu máli ásamt frekari bakgrunnsgögnum.

Stefnt er að því að hefja útboð í júlí, með fyrirvara um að leyfi verði veitt frá Umhverfisstofnun.
Stjórn samþykkir að hafið verði útboð vegna borunar nýrra rannsóknarborhola í Bláfjöllum, að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Framangreint verði sent sveitarfélögunum og fjármálastjórum þeirra til kynningar.
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
4. 2104007 - Gönguskíði - uppbygging aðstöðu
Framhald umræðu 530. fundar stjórnar SSH um útboð vegna salernishúss á Bláfjallasvæðinu. Fyrirliggjandi er minnisblað Hildigunnar Hafsteinsdóttur dags. 1. júlí 2022, um ferli málsins auk minnisblaða um yfirferð tilboða.
Stjórn samþykkir að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði lægstbjóðanda, Terra eininga ehf. vegna salernishúss á Bláfjallasvæðinu, í útboði 15445, en tilboðið er að fjárhæð 24.997.368 kr.
5. 1501007 - Fjölsmiðjan - rekstur og fjárhagur
Ársfundur Fjölsmiðjunnar fór fram miðvikudaginn 29. júní sl. og í tenglsum við hann var óskað tilnefninga til stjórnar SSH. Tillaga um óbreytta tilnefningu, þ.e. Pál Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóra SSH sem aðalmann og Hildigunni Hafsteinsdóttur lögfræðing SSH til vara, var send stjórn með tölvupósti dags. 20. júní 2022. Var tillagan samþykkt og ofangreind því skipuð í stjórn Fjölsmiðjunnar.
Samþykkt
6. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 25. fundar Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu dags. 29. júní 2022.
Lagt fram til kynningar
Samráðshópur um vatnsvernd og nýtingu - 25.pdf
7. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi til kynningar eru fundargerðir verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23. júní 2022 og 4. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar
220623 Fundargerð verkefnishópur skíðasvæðanna.pdf
220704 Fundargerð verkefnishópur skíðasvæðanna.pdf
8. 2110011 - Önnur mál
Borgarstjóri vekur máls á nýútkominni skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Stjórn telur nauðsyn á aukinni umræðu og kynningu á efni skýrslunnar. Ákveðið að kynningarfundur fyrir kjörna fulltrúa um þjónustu við fatlað fólk og fjármögnun málaflokksins verði haldinn á vettvangi SSH föstudaginn 12. ágúst nk. þar sem m.a. fari fram kynning á skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018.

Næsti stjórnarfundur verður haldinn föstudaginn 12. ágúst nk. kl. 9:30.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:15 

Til bakaPrenta