Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 549

Haldinn í Hamraborg 9,
09.01.2023 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristinn Andersen sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi f.h. Hafnarfjarðar.


1. 2106009 - Heimilislausir með fjölþættan vanda
Umræða um málefni heimilislausra.

Hinn 7. mars 2022 var eftirfarandi bókað í fundargerð 537. fundar stjórnar SSH.

"Ofangreint var einnig til umræðu á 527. og 531. fundum stjórnar. Fyrirliggjandi er minnisblað Rannveigar Einarsdóttur, dags. 1. nóvember 2021, sem áður hefur verið lagt fram, á 531. fundi. Þar kemur fram tillaga um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur ráði verkefnastjóra til að vinna að framgangi verkefnis um búsetu fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda, þ.m.t. undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd. Tillögunni, samkvæmt bókun frá fundi Velferðarnefndar SSH hinn 9. júní 2021, svo og kostnaðaráætlun vegna hennar, er nánar lýst í fyrirliggjandi minnisblaði sem lagt er fram til efnislegrar umfjöllunar stjórnar.

Stjórn fellst á framlagða tillögu, sem send verði til efnislegrar umræðu og afgreiðslu hjá viðkomandi sveitarfélögum."

Sveitarfélögin (utan Reykjavíkur) samþykktu síðan samninginn sín á milli og hefur verkefnið verið á forræði samráðshóps framkvæmdastjóra félagsþjónustu á starfssvæði SSH. Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir var ráðin sem verkefnastjóri í ágúst 2022 til sex mánaða. Hefur hún unnið að verkefninu síðan.

Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur, kynnir kostnaðartölur Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra og nýtingu gistiúrræða þar eftir lögheimili notanda.

Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir verkefnastjóri, ásamt Svanhildi Þengilsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs Garðabæjar, kynnir stöðu verkefnis um stöðu heimilislausra með flóknar þjónustuþarfir.

Umræður.

Framangreint verði til frekari umræðu stjórnar þegar samráðshópur á sviði velferðarmála hefur lokið vinnu sinni og tillögur liggja fyrir.
 
Gestir
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir
Rannveig Einarsdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir
Svanhildur Þengilsdóttir
2. 2003010 - Samgöngusáttmálinn - Verkefni
Fyrirliggjandi er sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., um stöðu og framgang verkefna, sbr. h-lið 6. gr. Samgöngusáttmálans.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., kynnir skýrsluna ásamt Þresti Guðmundssyni forstöðumanni verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum ohf. og Þorsteini R. Hermannssyni forstöðumanni þróunar hjá Betri samgöngum ohf., kynna framangreint ásamt fyrirhuguðu útboði vegna framkvæmda við Arnarnesveg.

Drög að mörkun verkefna Samgöngusáttmálans lögð fram til kynningar og umræðu.

Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. lögð fram og er skrifstofu SSH falið að senda hana aðildarsveitarfélögunum til kynningar. Jafnframt fari sérstök kynning af hálfu Betri samgangna ohf. á efni skýrslunnar fram hjá þeim sveitarfélögum sem þess óska.

Drög að mörkun á verkefnum samgöngusáttmálans eru lögð fram til kynningar en vinna við þau er á lokastigum. Gert er ráð fyrir því að Reykjavík og Kópavogur muni gera samninga vegna þeirra verkefna sem nú er unnið að og snúa að þeim, á grundvelli þeirra draga sem nú liggja fyrir.
 
Gestir
Davíð Þorláksson
Þröstur Guðmundsson
Gunnar Einarsson
Ásthildur Helgadóttir
Birgir Björn Sigurjónsson
Þorsteinn Hermannsson
3. 2110004 - Flýti- og umferðargjöld -Samgöngusáttmálinn
Þorsteinn R. Hermannsson forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf. kynnir stöðu mála hvað varðar fyrirhugaða álagningu flýti- og umferðargjalda sem hluta af framlagi ríkisins til fjármögnunar verkefna Samgöngusáttmála.
Umræður
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Þorsteinn R. Hermannsson
Jón Kjartan Ágústsson
Birgir Björn Sigurjónsson
Þröstur Guðmundsson
Ásthildur Helgadóttir
Davíð Þorláksson
Gunnar Einarsson
4. 2209012 - Stofnun Áfangastaðastofu
Fyrir liggur minnisblað framkvæmdastjóra SSH frá 5. janúar 2022 sem m.a. inniheldur tillögur um næstu skref verkefnisins. Undirbúningur stofnunar áfangastaðastofu sem sjálfseignarstofnunar stendur nú yfir, til samræmis við fyrirliggjandi tímaáætlun. Sem liður í þeirri vinnu verður kallað eftir tilnefningum stjórnar SSH á einstaklingum í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar. Lagt er til að samningur við verkefnastjóra verði framlengdur um þrjá mánuði vegna vinnu við undirbúninginn.
Skrifstofa SSH mun kalla eftir tilnefningum stjórnar SSH á þeim einstaklingum sem skipa munu stjórn fyrirhugaðrar áfangastaðastofu af hálfu SSH.
Framkvæmdastjóra falið að framlengja samning við verkefnastjóra, Björn H. Reynisson, um þrjá mánuði eða til 1. maí 2023.
Samþykkt
5. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Á 547. fundi stjórnar hinn 5. desember 2022 voru framkvæmdir á skíðasvæðunum til umræðu og eftirfarandi bókað í fundargerð:
"Verkefnastjóra, í samráði við verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum, er falið að leita samninga við verktaka þannig að afhending lyftanna fari fram þegar þær eru tilbúnar og tryggt verði að ekki verði um frekari kröfur af hálfu verktaka að ræða."
Í framhaldi þessa voru unnin drög að samningi og var málið á dagskrá fundar verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum hinn 20. desember 2022. Féllst hópurinn fyrir sitt leyti á fyrirliggjandi samningsdrög og að þau yrðu lögð fyrir stjórn SSH til samþykktar. Í kjölfar þess voru samningsdrögin send stjórn SSH með tölvupósti ásamt tillögu um að gengið yrði til samninga við Doppelmayr skíðalyftur ehf., til samræmis við drögin, og að framkvæmdastjóra SSH væri falið fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar slíks samnings. Var sú tillaga samþykkt og fyrirliggjandi samningur undirritaður hinn 22. desember 2022. SKíðalyfturnar hafa nú verið afhentar til notkunar.

Þá eru fyrirliggjandi til kynningar fundargerðir verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 13. desember og 20. desember 2022.

Umræður.

Stjórn staðfestir fyrirliggjandi samning um fjárhagsuppgjör og afhendingu á skíðalyftum.
6. 2205006 - Húsnæðismarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi er til kynningar samkomulag Reykjavíkurborgar og innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar f.h. ríkisins um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.
Frekari umræðu um þennan lið er frestað en gert er ráð fyrir að frekari kynning og umræður fari fram á næsta reglulega fundi stjórnar.
7. 2208012 - Aðalfundur SSH 2022
Á 547. fundi stjórnar, hinn 5. desember 2022 var eftirfarandi bókað í fundargerð:
"Fyrirliggjandi er fundargerð aðalfundar SSH 2022. Á fundinum voru lagðar fram tvær fyrirspurnir, annars vegar varðandi Klapp-kerfi Strætó bs., og hins vegar varðandi kostnað við byggingu GAJU. Er gerð tillaga um að umræddum fyrirspurnum verði vísað annars vegar til stjórnar Strætó bs. og hins vegar til stjórnar Sorpu bs.
Er skrifstofu SSH falið að senda umræddar fyrirspurnir til stjórnar Strætó bs. annars vegar og stjórnar Sorpu bs. hins vegar."

Fyrirliggjandi eru svör Sorpu bs., dags. 9. desember 2022, og svör Strætó bs. dags. 25. nóvember 2022 til stjórnar SSH.

Skrifstofa SSH mun senda svör byggðasamlaganna skv. framansögðu til fyrirspyrjanda.
Samþykkt
8. 2301001 - Tímabundnar uppbyggingarheimildir
Fyrirliggjandi til kynningar er minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 5. janúar 2023 vegna ofangreinds ásamt fylgigögnum.
Lagt fram til kynningar
Minnisblað_tímabundnar upp.bygg.heimild_stjórn og ssk nefnd_5.01.2023.pdf
Rammasamningur IRN Samband HMS - undirritað.pdf
Skipun í skipulagsmálanefnd sambandsins 2022-2026.pdf
Þróunaráætlun SSH 2020-2024 - Stöðumat Minnisblad 2022 03 29.pdf
9. 2110011 - Önnur mál
1. Bæjarstóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, óskaði eftir umræðu um þjónustu Strætó bs. sem snýr að næturakstri og er nú til umræðu hjá stjórn Strætó bs. Þá einnig hvenær niðurstöður muni liggja fyrir á mótun tillagna starfshóps fjármálastjóra sveitarfélaganna um rekstur byggðasamlagsins til næstu þriggja ára en málið var á dagskrá eigendafundar Strætó bs. þann 21. nóvember 2022. Málin rædd og framkvæmdastjóra falið að fylgja eftir ákvörðun eigendavettvangs sbr. eigendafund 21. nóvember 2022.

2. Umræður um undirbúning vinnufundar stjórnar hinn 13. janúar nk. en fundurinn hefst kl. 12:15 í Höfða, Reykjavík. Til umræðu verði m.a. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins og stjórnsýsluverkefni byggðasamlaganna.

3. Umræður um fyrirhugaða vígslu skíðalyftanna Gosa og Drottningar en gert er ráð fyrir að nákvæm tímasetning, að teknu tilliti til veðurs og skíðafæris, liggi fyrir með 2-3 daga fyrirvara.

4. Undirritun samnings um samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu, en samningurinn hefur verið samþykktur af hálfu allra aðildarsveitarfélaga.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta