Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 533

Haldinn í fjarfundi,
20.12.2021 og hófst hann kl. 12:30
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910012 - Skilavegir - yfirfærsla vega til sveitarfélaga
Áframhaldandi umræða um skilavegi og fjármagn til reksturs og viðhalds þeirra.

Framkvæmdastjóri kynnir stöðu málsins og fer yfir efni umsagnar SSH um frumvarp til fjárlaga. Þess má vænta að áframhaldandi umræða fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga 2022 leiði í ljós hvort tekið verði undir sjónarmið SSH hvað varðar skilavegi en álit nefndarinnar verður birt á vefsíðu Alþingis á næstunni. Farið var yfir stöðu samningsviðræðna einstakra sveitarfélaga hvað varðar skilavegi en brýnt er að gengið verði svo frá málum að ekki verði þjónustufall gagnvart umræddum vegum um áramót.
Lagt fram til kynningar
Umsögn SSH um frumvarp til fjárlaga 1_mál 101221.pdf
 
Gestir
Sigurður Haraldsson
Birgir Björn Sigurjónsson
Eysteinn Haraldsson
Jóhanna Björg Hansen
2. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-enduskoðun samkomulags frá 07.05.2012-2034
Fyrirliggjandi er umsögn SSH um frumvarp til fjárlaga 2022, sem send var hinn 13. desember sl. Þar er m.a. fjallað um framlag ríkisins til eflingar almenningssamgangna og mikilvægi þess að fjárframlög séu tryggð í fjárlögum 2022. Framkvæmdastjóri er, ásamt öðrum fulltrúum SSH, í starfshópi sem hefur það hlutverk að vinna tillögu að endurskoðuðu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og kynnir stöðu verkefnisins, þá vinnu sem hefur farið fram og ferlið framundan.


Lagt fram til kynningar
Umsögn SSH um frumvarp til fjárlaga 1_mál 101221.pdf
 
Gestir
Eysteinn Haraldsson
Sigurður Haraldsson
Birgir Björn Sigurjónsson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta