Til bakaPrenta
Eigendafundur Strætó bs. - 40

Haldinn í fjarfundi,
21.11.2022 og hófst hann kl. 17:15
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Þór Sigurgeirsson ,
Björg Fenger ,
Alexandra Briem ,
Andri Steinn Hilmarsson ,
Hrannar Bragi Eyjólfsson ,
Kristín María Thoroddsen ,
Lovísa Jónsdóttir ,
Magnús Örn Guðmundsson ,
Jóhannes Rúnarsson ,
Páll Björgvin Guðmundsson , Hildigunnur Hafsteinsdóttir .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
Regína Ásvaldsdóttir formaður eigendavettvangs setur fund og gengið er til dagskrár.


1. 2108006 - Fjárhagsáætlun byggðasamlaga 2023-2027
Framhald umræðu frá 39. eigendafundi. Fyrirliggjandi eru drög að fjárhagsáætlun Strætó bs. 2023 og fimm ára áætlun 2023 - 2027. Framkvæmdastjóri Strætó bs. kynnir. Þá greinir Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH frá umsögnum SSH um fjárlagafrumvarp 2023 og frumvarp til fjáraukalaga 2022, en þar hefur áherslan verið sú, að því er varðar almenningssamgöngur, að ríkið komi með framlag vegna þess fjárhagslega tjóns sem varð á rekstri Strætó bs. vegna Covid-19. Umræður.
Eigendavettvangur samþykkir fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir sitt leyti, með fyrirvara um endanlega niðurstöðu starfshóps fjármálastjóra sveitarfélaganna, sem vinnur að mótun frekari tillagna með stjórnendum Strætó bs. um rekstur félagsins til næstu þriggja ára en gert er ráð fyrir að tillögur hans liggi fyrir þann 1. desember nk. Fjárhagsáætlunin verði kynnt sveitarfélögunum af hálfu Strætó bs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta