Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 558

Haldinn í fjarfundi,
22.05.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Þorbjörg Gísladóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH
Regína Ásvaldsdóttir, formaður stjórnar, setti fund og gengið var til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-endurskoðun samkomulags
Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Ásthildur Helgadóttir og Birgir Björn Sigurjónsson, fulltrúar SSH í viðræðuhópi um endurskoðun samkomulags um almenningssamgöngur, upplýsa um stöðu viðræðna og næstu skref.
Umræður
 
Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson
Ásthildur Helgadóttir
2. 2210002 - Höfuðborgargirðing - Elliðakotsland / Fossvallá - endurnýjun og breytt lega
Fyrir 557. fund stjórnar voru lögð drög að samkomulagi SSH og landeiganda í Elliðakotslandi vegna endurnýjunar höfuðborgargirðingar á svæðinu.

Skerpt hefur verið á 3. gr. samkomulagsins, en ekki er talið að í raun sé um efnislega breytingu að ræða eða atriði sem leiði til kostnaðarauka.

Eru því fyrirliggjandi endanleg drög samkomulagsins, sem send hafa verið landeigendum sem hafa ekki gert við þau frekari athugasemdir. Gerð er tillaga um að fullt og ótakmarkað umboð framkvæmdastjóra SSH til undirritunar þeirra draga sem nú liggja fyrir verði endurnýjað.

Samþykkt
3. 2305007 - Fyrirtækja- og íbúakannanir landshlutasamtaka
Umræða um fyrirtækja- og íbúakannanir landshlutasamtaka. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH kynnir möguleika á hugsanlegri þátttöku SSH í fyrirtækja- og íbúakönnunum landshlutasamtakanna, en SSH hafa hingað til ekki tekið þátt.
Lagt fram til kynningar en þátttaka SSH verður tekin til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar ársins 2024.
4. 1910005 - Umsagnir þingmála
Á 557. fundi stjórnar var Jóni Kjartani Ágústssyni svæðisskipulagsstjóra falið að vinna áfram að umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmslum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, til samræmis minnisblað sem lá fyrir 557. fundi og umræður fundarins.

Umsögn SSH um framangreint frumvarp er lögð fram til staðfestingar, en hún var, að höfðu samráði við stjórn með tölvupóstum, send nefndasviði Alþingis hinn 19. maí sl.

Samþykkt
5. 2110011 - Önnur mál
2305005: Fyrirliggjandi er tölvupóstur frá Hjördísi Kristinsdóttur svæðisforingja Hjálpræðishersins á Íslandi, dags. 3. maí 2023, þar sem óskað er eftir samtali vum vaxandi aðsókn í þær máltíðir sem Hjálpræðisherinn og Samhjálp bjóða í Kaffistofunni og Húsi Hersins við Suðurlandsbraut. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH kynnir.

Fundaáætlun stjórnar 2023: Fyrirliggjandi er tillaga að fundadagskrá stjórnar SSH fyrir maí-des 2023, auk tillögu að dagsetningu aðalfundar SSH, en lagt er til að hann verði haldinn föstudaginn 10. nóvember.
Framkvæmdastjóra SSH er falið að funda með Hjálpræðishernum á Íslandi til frekari yfirferðar á erindinu.

Fundaáætlun stjórnar 2023 er samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta