Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 548

Haldinn í fjarfundi,
12.12.2022 og hófst hann kl. 11:15
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209012 - Stofnun Áfangastaðastofu
Umræðum um þennan lið var frestað á 547. fundi stjórnar 5. desember sl. Eftirfarandi kemur fram í fundargerð þess fundar:

"Eftirfarandi var bókað í fundargerð 545. fundar en áframhaldandi umræðum á 546. fundi var frestað:

"Stjórn samþykkir að leggja til við sveitarfélögin að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins verði stofnuð og taki til starfa frá og með næstu áramótum. Starfsemin verði byggð upp á árinu 2023 og verði komin í endanlega starfsemi í upphafi árs 2024 m.v. tillögur fyrirliggjandi rekstrargreiningar KPMG. Lagðar eru fram á fundinum hugmyndir að framgangi og umfangi verkefnisins á árinu 2023 og áætluðum framlögum sveitarfélaganna á hinu fyrsta starfsári.

Verkefnastjóra í samráði við framkvæmdastjóra er falið að vinna áfram að málinu og leggja fram innleiðingar- og kostnaðaráætlun á næsta reglulega fundi stjórnar SSH í nóvember. Í framhaldi af því fari málið til endanlegrar umræðu og efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélögunum.

Er skrifstofu SSH nú falið að senda bókun stjórnar til kynningar hjá sveitarfélögunum ásamt því að fjármálastjórum sveitarfélaganna verði jafnframt kynnt áætlað fjárhagslegt umfang verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélaganna 2023."

Í þeim tilgangi að stofna Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins hafa nú verið unnin drög að samningi milli sveitarfélaganna og Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins um stofnun sjálfseignarstofnunar, þar sem m.a. kemur fram hver fjárframlög sveitarfélaganna á árinu 2023 verði vegna þessa verkefnis, og hve margir skipi stjórn og stefnuráð. Er jafnframt lagt til að SSH verði, á grundvelli þess samnings, falið að vinna áfram að stofnsamþykktum sjálfseignarstofnunarinnar en stofnfundur fari fram sem fyrst á nýju ári, og eigi síðar en 15. mars.

Umræðum um þennan lið er frestað. Skrifstofu SSH er þó falið að fara yfir fjárhagsáætlun til framtíðar litið, og hvernig kostnaðarskipting milli aðila geti verið. Jafnframt verði tekið fram í fyrirliggjandi samningsdrögum að þrjú fjölmennustu sveitarfélögin eigi fasta fulltrúa í stjórn stofunnar.

Málið verði tekið fyrir að nýju á sérstökum aukafundi stjórnar eftir viku."

Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins verði sett á fót, til samræmis við fyrirliggjandi gögn og það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði framkvæmdastjóra SSH frá 6. desember 2022. Á grundvelli þess er skrifstofu SSH falið að senda fyrirliggjandi samningsdrög, ásamt fylgigögnum, til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar á vettvangi aðildarsveitarfélaga ásamt ósk um að framkvæmdastjórum þeirra verði falið fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar samningsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta