Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 535

Haldinn í fjarfundi,
17.01.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ármann Kr. Ólafsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Karl Magnús Kristjánsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2103006 - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæði - Sóknaráætlun 2020-2024
Fyrir 523. fund stjórnar var fyrirliggjandi skýrslan Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins dags. febrúar 2021 sem var unnin af ráðgjafastofunni Environice fyrir SSH. Skýrslan var hluti af áhersluverkefnum sóknaráætlunar fyrir árið 2021. Einnig var lagt fram minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 12. apríl 2021 um næstu skref sóknaráætlunarverkefnsisins fyrir árið 2021. Eftirfarandi niðurstaða var rituð í fundargerð: „Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaði dags. 12. apríl 2021 og að vinnunni verði haldið áfram á grunni þeirra. Niðurstaða fundarins verði send sveitarfélögunum til kynningar og fylgt eftir með frekari kynningum óski sveitarfélögin eftir því.“

Nú liggja fyrir drög að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið dags. janúar 2022 ásamt skýrslu um aðgerðir til framfylgdar, unnin af Environice fyrir SSH.

Eru ofangreind drög lögð fyrir fundinn og gerð tillaga um að þeim verði í kjölfarið vísað til aðildarsveitarfélaganna til umfjöllunar og ábendinga.


Stjórn samþykkir að framlögð drög að loftslagsstefnu verði send aðildarsveitarfélögunum til umræðu og ábendinga. Jafnframt verði drögin send Sambandi íslenskra sveitarfélaga til upplýsinga.
SSH-loftslagsstefna-A4_v6_Umbrot.pdf
Minnisblað - loftslagsstefna - lok verkefnis.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
2. 2111032 - Sóknaráætlun - Áhersluverkefni 2022
Framhald frá umræðum 532. fundar en á þeim fundi var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra með tillögum að áhersluverkefnum og honum falin endanleg útfærsla þeirra.

Tillögur dags. 17. janúar 2022 um áhersluverkefni sóknaráætlunar árið 2022 eru nú kynntar og lagðar fram til samþykktar stjórnar. Þá liggur fyrir samþykkt minnisblað frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem koma fram upplýsingar um skiptingu framlaga til sóknaráætlana landshluta á árinu 2022, en samkvæmt því sem þar kemur fram fær höfuðborgarsvæðið úthlutað 30 milljónum kr.til áhersluverkefna á árinu 2022. Mótframlag SSH er skv. fjárhagsáætlun SSH 2022 5 milljónir kr.

Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur um áhersluverkefni sóknaráætlunar árið 2022 og felur framkvæmdastjóra að leggja þau fyrir stýrihóp byggðaáætlunar.
Áhersluverkefni sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2022 drög.pdf
Minnisblað vegna áhersluverkefna 2022.pdf
Framlög 2022.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
3. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-endurskoðun samkomulags frá 2012
Fulltrúar SSH í starfshópi fara yfir stöðu viðræðna við ríkið vegna endurskoðunar samkomulags um almenningssamgöngur.
Kynnt.
 
Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson
Guðrún Edda Finnbogadóttir
4. 1910012 - Skilavegir - yfirfærsla vega til sveitarfélaga
Á 534. fundi var bókuð tillaga stjórnar um að sveitarfélögin skrifuðu undir samninga um yfirfærslu vega með þeim fyrirvara að þau teldu samningunum enn ólokið hvað varðaði yfirfærslu fjármagns vegna rekstrarkostnaðar veganna til framtíðar, og hygðust leita leiða til leiðréttingar á því. Ekkert var ákveðið um hvaða leiðir skyldu reyndar í því samhengi, enda væri það síðara útfærsluatriði. Áframhaldandi umræða um mögulegt framhald málsins.

Framhald málsins verði skoðað nánar á vettvangi SSH og einstakra aðildarsveitarfélaga og verður áfram haft samráð og samstarf á vettvangi SSH við að ná fram leiðréttingu hvað framangreint varðar.
Bréf til ráðherra, þingmanna o.fl. 22.12.2021.pdf
2. nefndarálit 3. umræða 27.12.21.pdf
1. nefndarálit 2. umræða 20.12.21.pdf
 
Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson
5. 2104008 - Skíðasvæðin, samstarfssamingur um rekstur
Framhald umræðu frá 532. fundi en fyrirliggjandi eru drög að endurnýjuðum samstarfssamningi sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna og drög að samstarfssamningi skíðasvæðanna og ÍTR. Á 532. fundi var framkvæmdastjóra falið að fullvinna drögin, eftir m.a. umfjöllun í samstarfsnefnd skíðasvæðanna, og leggja fyrir stjórn að nýju.

Fyrirliggjandi drög hafa verið til umræðu á fundum samstarfsnefndar skíðasvæðanna, 8. desember 2021 og 12. janúar 2022, og unnin áfram með tilliti til þeirra athugasemda sem þar komu fram.

Eru samningsdrögin nú lögð fram til samþykktar stjórnar. Framkvæmdastjóri kynnir.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti drög að nýjum samstarfssamningi sveitarfélaganna og drög að samstarfssamningi skíðasvæðanna og ÍTR.

Drög að ofangreindum samningum verði send til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar á vettvangi aðildarsveitarfélaganna.

Að lokinni afgreiðslu sveitarfélaganna er framkvæmdastjóra SSH falið að undirrita samstarfssamninginn við ÍTR fyrir hönd sveitarfélaganna.
6. 2012008 - Covid 19 - fjármál o.fl.
Umræða um stöðu aðgerða ríkisins vegna Covid-19 sem varða sveitarfélögin, og framfylgd samkomulags um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2021-2025 á grundvelli 11. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, sbr. og yfirlýsingu ríkisins í tengslum við það samkomulag. Hvað varðar hjúkrunarheimilin þá voru lagðir 2,2 milljarðar til þeirra á fjárlögum, en samningar vegna halla reksturs hvað varðar daggjöld standa enn yfir en áætlað er að þeim ljúki um mánaðamótin janúar/febrúar. Hvað varðar fólk með langvarandi stuðningsþarfir þá hefur starfshópur um greiningu á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað folk ekki lokið störfum, en niðurstaða hans er væntanleg á næstunni.

Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga er gestur fundarins undir þessum lið og kynnir framangreint ásamt Sigurði Á. Snævarr sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs.
Kynnt.
Samkomulag um markmið um afkomu og efnahag.pdf
Yfirlýsing_samkomulag ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál.pdf
 
Gestir
Karl Björnsson
Sigurður Ármann Snævarr
7. 2201001 - Nýr kjarasamningur við félag grunnskólakennara 2022
Hinn 30. desember 2021 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara nýjan kjarasamning sem var ætlaður gildistími frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

Nú liggur fyrir að samningurinn var ekki samþykktur af hálfu kennara. Inga Rún Ólafsdóttir sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir stöðu mála í samningaviðræðum en málinu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og eru fyrirhugaðir fundir vegna þess síðar í vikunni.
Kynnt.
 
Gestir
Inga Rún Ólafsdóttir
Karl Björnsson
8. 2102010 - Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins - Sóknaráætlun 2020-2024
Framhald frá umræðu 531. fundar. Auglýst var eftir verkefnastjóra til að stýra samstarfsvettvangi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Umsóknarfrestur rann út hinn 9. janúar sl. Alls bárust 52 umsóknir og stendur úrvinnsla þeirra nú yfir. Framkvæmdastjóri kynnir feril ofangreinds.


Kynnt. Stjórn felur framkvæmdastjóra að ljúka málinu þ.e. ráðningu og frágangi samnings við ráðuneytið vegna framlags þess til verkefnisins.
9. 2104006 - Samræming úrgangsflokkunar - næstu skref - Sóknaráætlun 2020-2024
Framhald umræðu frá 532. fundi en þá var staða vinnunnar kynnt.

Fyrir 523. fundi stjórnar lá afgreiðsla sveitarfélaganna vegna skýrslu ráðgjafastofunnar Resource dags. 14. janúar 2021 um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu og minnisblöð starfshópsins dags. 12. janúar 2021 og 12. apríl 2021. Eftirfarandi niðurstaða var bókuð í fundargerð 523. fundar vegna málsins: "Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur starfshópsins í minnisblaði dags. 12. apríl 2021 og að vinnunni verði haldið áfram á grunni þeirra. Niðurstaða fundarins verði send sveitarfélögunum til kynningar og fylgt eftir með frekari kynningum óski sveitarfélögin eftir því."

Fyrirliggjandi er skýrsla starfshóps: Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu: samræming úrgangsflokkunar, dags. janúar 2022 þar sem koma fram tillögur að samræmdu úrgangsflokkunarkerfi fyrir höfuðborgarsvæðið. Einnig er lagt fram minnisblað SSH dags. janúar 2022 og drög að yfirlýsingu um samstarf milli sveitarfélaganna um samræmda úrgangsflokkun dags. janúar 2022.

Eru skýrslan og yfirlýsingin nú lögð fram til samþykktar stjórnar og gerð tillaga um að þeim verði í kjölfarið vísað til efnislegrar afgreiðslu á vettvangi aðildarsveitarfélaganna. Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins kynnir framangreint.


Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögur sem koma fram í skýrslu starfshópsins og að samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu verði unnin áfram á grundvelli þeirra.

Stjórn felur SSH að senda fyrirliggjandi gögn til efnislegrar umræðu. Jafnframt verði farið fram á umboð til handa framkvæmdastjóra þeirra til að skrifa undir yfirlýsingu um samstarf vegna samræmingar úrgangsflokkunar og kynningarmála.

Drög_yfirlýsing um samræmingu úrgangsflokkunar og kynningarstarf.pdf
Minnisblað - samræming úrgangsflokkunar - lok verkefnis.pdf
Samræming úrgangsflokkunar lokaskýrsla_jan.2022.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta