Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 537

Haldinn í fjarfundi,
07.03.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ármann Kr. Ólafsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Karl Magnús Kristjánsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, Lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2111006 - SSH Ársreikningur 2021
Fyrirliggjandi er ársreikningur SSH vegna ársins 2021 og hefur hann verið samþykktur af skoðunarmönnum. Gestur fundarins undir þessum lið er Hlynur Sigurðsson endurskoðandi sem kynnir endurskoðun ársreiknings, niðurstöðu hans og helstu skýringar.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og er hann sendur stjórn til rafrænnar undirritunar.
Ársreikningur SSH 2021_Til undirritunar.pdf
 
Gestir
Hlynur Sigurðsson
2. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-endurskoðun samkomulags
Farið yfir stöðu viðræðna við ríkið vegna endurskoðunar samkomulags um almenningssamgöngur. Framkvæmdastjóri og Birgir Björn Sigurjónsson kynna stöðu viðræðna hvað varðar stöðu viðræðna og næstu skref verkefnisins.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson
3. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd
Lagðar fram til kynningar:
Fundargerð 399. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna, dags. 23. febrúar 2022.
Fundargerð 400. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna, dags. 2. mars 2022.

Lagt fram til kynningar
Samstarfsnefnd fundargerð399.pdf
Samstarfsnefnd fundargerð400.pdf
4. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Framhald umræðu frá 536. fundi um framkvæmdir á skíðasvæðunum en samkvæmt bókun þess fundar var Samstarfsnefnd skíðasvæðanna í samráði við SSH falið að skoða og eftir atvikum að útfæra nýja uppfærða fjárfestingaáætlun m.v. fyrirliggjandi gögn er m.a. snúa að stólalyftu í Skálafelli.
Fyrirliggjandi er minnisblað framkvæmdastjóra til samræmis við bókun á 400. fundi Samstarfnefndar skíðasvæðanna og umræðu sem hefur átt sér stað á þeim vettvangi.
Stjórn SSH samþykkir fyrir sitt leyti framkomnar tillögur og felur framkvæmdastjóra að útbúa viðauka við samkomulag sveitarfélaganna um framkvæmdir á skiðasvæðunum sem sendur verði til efnislegar umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélaganna. Málið verði jafnframt kynnt í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga.
 
Gestir
Ómar Einarsson
5. 2111033 - Ný vefsíða SSH
Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun er fyrirhugað að ný heimasíða SSH verði gerð á árinu. Framkvæmd hefur verið verðkönnun vegna gerðar nýrrar heimasíðu en könnunin var byggð á þarfagreiningu og kerfislýsingu sem Sjá ehf. vann fyrir og í samráði við, SSH. Fyrirliggjandi er mat Sjá ehf. á bjóðendum, dags. 1. mars 2022, og minnisblað Hildigunnar Hafsteinsdóttur dags. 3. mars 2022 og er framangreint lagt fram til kynningar. Hildigunnur fylgir málinu eftir á fundinum.
Lagt fram til kynningar
6. 1903001 - Samstarf um uppbyggingu á sérskóla á grunnskólastigi
Á 468. fundi stjórnar SSH var samþykkt tillaga um að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skoði frekara samstarf um uppbyggingu á sérskóla á grunnskólastigi. Var bókunin send Skólamálanefnd SSH til frekari skoðunar. Nefndin fundaði í kjölfarið um málið, hinn 12. mars 2019, og var á þeim fundi ákveðið að halda samtalsfund með aðkomu fleiri aðila. Var sá fundur haldinn hinn 28. mars sama ár og er minnisblað með samantekt umræðna hans fyrirliggjandi. Niðurstaða þess fundar var m.a. sú að töluverðrar greiningar væri þörf, t.a.m. hvað varðaði fjármögnun og þarfir einstakra notendahópa.

Formaður stjórnar leggur til að framkvæmdastjóra verði falið, í samráði við Skólamálanefnd SSH, að greina og móta með utanaðkomandi ráðgjöf fýsileika samstarfs er varðar þetta verkefni. Fjármagn til ráðgjafar komi af verkefnalið fjárhagsáætlunar SSH 2022, allt að 750.000 kr.
Framkvæmdastjóra er falið, í samráði við Skólamálanefnd SSH, að greina og móta með utanaðkomandi ráðgjöf fýsileika samstarfs er varðar þetta verkefni. Fjármagn til ráðgjafar komi af verkefnalið fjárhagsáætlunar SSH 2022, allt að 750.000 kr.
7. 2201002 - Samstarf um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir
Formaður stjórnar leggur til að framkvæmdastjóra verði falið, í samráði við Velferðarnefnd SSH, að greina og móta með utanaðkomandi ráðgjöf fýsileika samstarfs er varðar þjónustu við fatlað fólk, börn og fullorðna, með miklar og langvarandi stuðningsþarfir, m.a. að því er varðar byggingu og rekstur sambýla og önnur vistunarúrræði. Fjármagn til ráðgjafar komi af verkefnalið fjárhagsáætlunar SSH 2022, allt að 750.000 kr.
Framkvæmdastjóra er falið, í samráði við Velferðarnefnd SSH, að greina og móta með utanaðkomandi ráðgjöf fýsileika samstarfs er varðar þjónustu við fatlað fólk, börn og fullorðna, með miklar og langvarandi stuðningsþarfir, m.a. að því er varðar byggingu og rekstur sambýla og önnur vistunarúrræði. Fjármagn til ráðgjafar komi af verkefnalið fjárhagsáætlunar SSH 2022, allt að 750.000 kr.
8. 2106009 - Heimilislausir með fjölþættan vanda
Ofangreint var einnig til umræðu á 527. og 531. fundum stjórnar. Fyrirliggjandi er minnisblað Rannveigar Einarsdóttur, dags. 1. nóvember 2021, sem áður hefur verið lagt fram, á 531. fundi. Þar kemur fram tillaga um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur ráði verkefnastjóra til að vinna að framgangi verkefnis um búsetu fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda, þ.m.t. undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd. Tillögunni, samkvæmt bókun frá fundi Velferðarnefndar SSH hinn 9. júní 2021, svo og kostnaðaráætlun vegna hennar, er nánar lýst í fyrirliggjandi minnisblaði sem lagt er fram til efnislegrar umfjöllunar stjórnar.

Stjórn fellst á framlagða tillögu, sem send verði til efnislegrar umræðu og afgreiðslu hjá viðkomandi sveitarfélögum.
 
Gestir
Rannveig Einarsdóttir
9. 2202007 - Orkuskipti og hringrásarhagkerfið
Í borgarráði Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. voru tillögur starfshópa um alhliða orkuskipti og hringrásarhagkerfið samþykktar. Í báðum tilfellum var borgarstjóra falið að kynna málin á vettvangi SSH, sbr. og fyrirliggjandi tölvupóst frá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 17. febrúar 2022.

Jafnframt var samþykkt að efna til vinnu við hugmyndir um hringrásargarð á Álfsnesi í samvinnu við Sorpu, atvinnulífið og SSH. Þar er gert ráð fyrir tilnefningu stjórnar SSH á fulltrúa við þá vinnu.

Fyrirliggjandi eru gögn úr fundargerð borgarráðs vegna framangreinds. Borgarstjóri kynnir framangreint.

Gerð er tillaga um að Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, verði tilnefndur sem fulltrúi SSH í vinnu við hugmyndir um hringrásargarð í Álfsnesi.
Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, er tilnefndur sem fulltrúi SSH í vinnu vegna hugmynda um hringrásargarð í Álfsnesi.
10. 2202019 - Uppbygging hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar
Í Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025, sem samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkurborgar síðasta sumar, er að finna aðgerðina: "Reykjavík taki upp samtal við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi um uppbyggingu lengri hjólaleiða." Í fyrirliggjandi bréfi Ólafar Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, dags. 17. febrúar 2022, kemur fram að óskað sé eftir því að hefja viðræður um mögulegt samstarf á vettvangi SSH og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesum um uppbyggingu á öruggri hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Er þess jafnframt óskað að SSH tilnefni fulltrúa sinn í þeim viðræðum.

Gerð er tillaga um að Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarssvæðisins verði tilnefndur sem fulltrúi SSH.
Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarssvæðisins er tilnefndur sem fulltrúi SSH í viðræðum um mögulegt samstarf um uppbyggingu á hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.
Haraldur Sverrisson víkur af fundi
11. 2201011 - Ályktun FRV vegna framkvæmda hönnunarsamkeppna á vegum opinberra aðila
Ályktun Félags ráðgjafaverkfræðinga vegna framkvæmda hönnunarsamkeppna á vegum opinberra aðila, dags. 20. janúar 2022, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
12. 2202013 - Samráðshópur á sviði velferðarmála - fundargerðir
Fundargerð samráðshóps á sviði velferðamála frá 26. janúar 2022 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar
13. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 1. febrúar 2022, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
14. 2110008 - Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Fundargerð 78. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 7. febrúar 2022, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Byggdamal_Stjornarradid_78. fundur 070222 .pdf
15. 2203006 - Húsnæðismál í aðdraganda kjarasamninga
Forsætisráðuneytið hefur með höndum verkefni um húsnæðismál í aðdraganda kjarasamninga í samstarfi atvinnulífs, verkalýðsfélaga og sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt í starfshópinn tvo fulltrúa sveitarfélaganna en óskað eftir aðkomu SSH í undirhópa verkefnisins, sér í lagi að því er snýr að svæðisskipulagi og upplýsingamálum. Framkvæmdastjóri mun sjá um tilnefningu starfsfólks SSH í undirhópana.
Lagt fram til kynningar
16. 2109010 - Umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins
Framhald umræðu frá 531. fundi.

Samþykktar hafa verið breytingar á barnaverndarlögum sem leiða til breytinga á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Þessum breytingum var ætlað að taka gildi hinn 28. maí 2022.

Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa staðið yfir viðræður við Mennta- og barnamálaráðuneytið þar sem óskað var eftir frestun á gildistöku barnaverndarlaga. Sú ósk fékk jákvæð viðbrögð og er stefnt að því að fresta gildistöku til haustsins. Jafnframt verði skipaður starfshópur með aðkomu ráðuneytisins og Barna- og fjölskyldustofu sem leggi fram tillögur að skipan barnaverndarþjónustu og umdæmisráða.

Gera má því ráð fyrir að gildistöku verði frestað og að frekara samtal muni eiga sér stað, m.a. á vettvangi Sambandins og með aðkomu fleiri aðila.

Fyrir fundinum liggja minnisblöð með frekari upplýsingum um framangreindar breytingar á lögunum.



Lagt fram til kynningar en framkvæmastjóra falið í samráði við stjórnendur velferðaþjónustu að vinna málið áfram.
17. 2110011 - Önnur mál
1.
Til stendur að undirrita sameiginlega yfirlýsingu sveitarfélaganna um samræmingu úrgangsflokkunar.

Niðurstaða:
Undiritun fari fram við móttöku-og flokkunarstöðina í Gufunesi föstudaginn 11. mars kl. 16:00.


2.
Fyrir liggur að ákveða tímasetningu eigendafunda Sorpu bs. og Strætó bs.

Niðurstaða:
Eigendafundir Sorpu bs. og Strætó bs. verða haldnir milli kl. 8:00 og 9:00 föstudaginn 11. mars.


Ármann Kr. Ólafsson, Karl M. Kristjánsson og Rósa Guðbjartsdóttir víkja af fundi.
18. 1711002 - Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk
Fyrirliggjandi er tillaga stjórnar akstursþjónustunnar vegna beiðni Hópbíla til framkvæmdastjóra Strætó bs. þar sem farið er fram á styrk vegna áhrifa Covid-19 á áætlaðar tekjur. Lúðvík Hjalti Jónsson formaður stjórnar akstursþjónustunnar er gestur fundarins undir þessum lið.
Stjórn akstursþjónustunnar er falin fullnaðarafgreiðsla á beiðni Hópbíla hf. í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta