Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 554

Haldinn í fjarfundi,
27.03.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Þorbjörg Gísladóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi tillaga:
Lagt er til að samþykkt sé að færa spennistöð norðursvæðis, varaafl og töflubúnað yfir að botnstöð nýju Drottningar.
Áætlaður kostaður er 40-45 millj. kr. Miðað við fyrirliggjandi forsendur er ekki þörf á því að óska eftir
viðbótarfjármagni hjá sveitarfélögunum á árinu 2023 né færa fjármagn á milli verkefna nema að litlu leyti er varðar
uppbyggingu á skíðasvæðunum höfuðborgarsvæðisins.

Vísað er til bókunar 411. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna frá 1.mars 2023 er varðar ofangreinda tillögu

Þá eru fyrirliggjandi til kynningar fundargerðir verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 7. mars og 22. mars 2023.
Samþykkt
2. 1508001 - Höfuðborgargirðing - viðhald og endurnýjun 2023
Fyrirliggjandi tillaga:
Lagt er til að samþykkt verði að hefja vinnu við endurnýjun girðingar á landi Elliðakotslands við Fossvallá sbr. minnisblað dags. 22. mars 2023.

Kostnaður umfram fjárhagsáætlun 2023, vegna girðingarmála, að upphæð 1.1 milj. kr. verði fjármagnaður úr fjárhagslið annars verkefnakostnaðar skv. fjárhagsáætlun SSH.
Samþykkt
3. 2209012 - Stofnun Áfangastaðastofu
Stofnfundur Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses. verður haldinn í Salnum, Kópavogi mánudaginn 3. apríl nk. Gert er ráð fyrir að Regína Ásvaldsdóttir, formaður stjórnar SSH fari með atkvæði SSH sem stofnanda á stofnfundinum.

Fyrirliggjandi tillaga:
Lagt er til að samþykktir sjálfseignarstofnunarinnar verði staðfestar af hálfu stjórnar SSH.

Lagt er til að framkvæmdastjóra SSH verði falið umboð:
Til undirritunar samnings um stofnun áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins;
til undirritunar samþykkta/skipulagsskrár Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses.;
til undirritunar stofnfundargerðar;
fyrir hönd SSH.

Er jafnframt lagt til að lögfræðingi SSH verði falið að annast samskipti við Skattinn í tengslum við skráningu stofnunarinnar, og framkvæmdastjóra SSH sé falið að greiða stofnfé stofnunarinnar inn á fjárvörslureikning uns stofnunin eignast eigin bankareikning.

Samþykkt
4. 2003010 - Samgöngusáttmálinn - Verkefni
Fyrirliggjandi er sameiginlegt minnisblað SSH og innviðaráðuneytisins um Samgöngusáttmála, verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka, dags. 9. mars 2023, en þar er m.a. að finna verkáætlun og tímalínu vegna uppfærslu Samgöngusáttmálans.

Fyrirliggjandi tillaga:
Lagt er til að tilnefning fulltrúa SSH í viðræðuhópi ríkis og sveitarfélaga vegna samnings um eflingu almenningssamgangna verði óbreytt, þ.e. Páll Björgvin Guðmundsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Ásthildur Helgadóttir.

Lagt er til að Páll Björgvin Guðmundsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Ásthildur Helgadóttir verði tilnefnd sem fulltrúar SSH í viðræðuhópi um uppfærslu Samgöngusáttmála.
Samþykkt
5. 2110008 - Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 86. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 6. febrúar 2023. Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 87. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 7. mars 2023.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta