Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 539

Haldinn í Hamraborg 9,
02.05.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ármann Kr. Ólafsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Karl Magnús Kristjánsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003010 - Aðalfundur Betri samgangna ohf.
Aðalfundur Betri samgangna ohf. var haldinn 28. apríl 2022. Með vísan til 1. mgr. 63. gr. a í hlutafélagalögum var óskað eftir að tilnefningar í stjórn bærust félaginu í síðasta lagi fimm dögum fyrir aðalfund.

Af hálfu SSH voru tilnefndir sömu stjórnarmenn og á aðalfundi 2021, en skv. hlutahafasamkomulagi skulu tilnefningar miða við að formaður stjórnar Betri samgangna ohf. geti setið að lágmarki í fjögur ár og stjórnarmenn að lágmarki í tvö ár með það að markmiði að sérfræðiþekking byggist upp innan stjórnarinnar og þannig sé tryggt að vel takist til með framkvæmd verkefnisins. Voru því eftirfarandi tilnefnd til stjórnar félagsins af hálfu SSH:

1. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, sem jafnframt er tilnefndur sem varaformaður stjórnar Betri Samgangna ohf.

2. Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH.

3. Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Varamaður: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Framangreind tilnefning, sem allir stjórnarmenn SSH höfðu staðfest með skriflegum hætti, var staðfest á aðalfundi Betri samgangna ohf. 2022 og er nú lögð fram til staðfestingar stjórnar.

Staðfest.
2. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12. apríl 2022.

Þá er lagt fram minnisblað, dags. 22. apríl 2022, um hugsanlegar leiðir til gengisvarna vegna útboðs á skíðalyftum og mögulegan kostnað vegna þeirra.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Samkvæmt fyrirliggjand þjóðhagsspá er ekki gert ráð fyrir veikingu íslensku krónunnar og töluverður kostnaður fylgir þeim leiðum sem tilgreindar eru sem möguleikar í gengisvörnum. Gengismál verða skoðuð að nýju í haust en fram að þeim tíma verður ekki gripið til sérstakra gengisvarna tengdum núverandi framkvæmdum á skíðasvæðunum.
220412 Fundargerð verkefnishópur skíðasvæðanna.pdf
3. 2110008 - Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Fundargerð 79. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 21. mars 2022, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
79. fundur 210322 .pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta