Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 547

Haldinn í Hamraborg 9,
05.12.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Þorbjörg Gísladóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-endurskoðun samkomulags
Umræður um viðræður við ríkið vegna endurskoðunar samkomulags um almenningssamgöngur.
Rætt
2. 2209012 - Stofnun Áfangastaðastofu
Eftirfarandi var bókað í fundargerð 545. fundar en áframhaldandi umræðum á 546. fundi var frestað:

"Stjórn samþykkir að leggja til við sveitarfélögin að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðsins verði stofnuð og taki til starfa frá og með næstu áramótum. Starfsemin verði byggð upp á árinu 2023 og verði komin í endanlega starfsemi í upphafi árs 2024 m.v. tillögur fyrirliggjandi rekstrargreiningar KPMG. Lagðar eru fram á fundinum hugmyndir að framgangi og umfangi verkefnisins á árinu 2023 og áætluðum framlögum sveitarfélaganna á hinu fyrsta starfsári.

Verkefnastjóra í samráði við framkvæmdastjóra er falið að vinna áfram að málinu og leggja fram innleiðingar- og kostnaðaráætlun á næsta reglulega fundi stjórnar SSH í nóvember. Í framhaldi af því fari málið til endanlegrar umræðu og efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélögunum.

Er skrifstofu SSH nú falið að senda bókun stjórnar til kynningar hjá sveitarfélögunum ásamt því að fjármálastjórum sveitarfélaganna verði jafnframt kynnt áætlað fjárhagslegt umfang verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélaganna 2023."

Í þeim tilgangi að stofna Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins hafa nú verið unnin drög að samningi milli sveitarfélaganna og Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins um stofnun sjálfseignarstofnunar, þar sem m.a. kemur fram hver fjárframlög sveitarfélaganna á árinu 2023 verði vegna þessa verkefnis, og hve margir skipi stjórn og stefnuráð. Er jafnframt lagt til að SSH verði, á grundvelli þess samnings, falið að vinna áfram að stofnsamþykktum sjálfseignarstofunnar en stofnfundur fari fram sem fyrst á nýju ári, og eigi síðar en 15. mars.

Umræðum um þennan lið er frestað. SKrifstofu SSH er þó falið að fara yfir fjárhagsáætlun til framtíðar litið, og hvernig kostnaðarskipting milli aðila geti verið. Jafnframt verði tekið fram í fyrirliggjandi samningsdrögum að þrjú fjölmennustu sveitarfélögin eigi fasta fulltrúa í stjórn stofunnar.

Málið verði tekið fyrir að nýju á sérstökum aukafundi stjórnar eftir viku.

3. 2208012 - Aðalfundur SSH 2022
Fyrirliggjandi er fundargerð aðalfundar SSH 2022. Á fundinum voru lagðar fram tvær fyrirspurnir, annars vegar varðandi Klapp-kerfi Strætó bs., og hins vegar varðandi kostnað við byggingu GAJU. Er gerð tillaga um að umræddum fyrirspurnum verði vísað annars vegar til stjórnar Strætó bs. og hins vegar til stjórnar Sorpu bs.
Er skrifstofu SSH falið að senda umræddar fyrirspurnir til stjórnar Strætó bs. annars vegar og stjórnar Sorpu bs. hins vegar.
Samþykkt
2022_11_18_Fundargerd_Adalfundar_SSH.pdf
4. 2207002 - Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins var gestur á 546. fundi stjórnar SSH og kynnti þar helstu viðfangsefni embættisins. Umræður um þörf þess að efla lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sýnileika hennar og eftirfarandi bókun, sem send verði dómsmálaráðuneyti og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, vegna þessa samþykkt:
Efla þarf forvarnarstarf lögreglu og sýnilega löggæslu.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fagna þeim áformum sem endurspeglast í fjáraukalögum um styrkingu lögreglunnar á landsvísu. Í ljósi þeirra fjölmörgu áskorana sem lögreglan stendur frammi fyrir telja samtökin mikilvægt að lögreglan verði efld og styrkt til þess að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Það er jafnframt mikilvægt að hún sé sýnileg til auka öryggiskennd íbúa og til að halda uppi ákveðnu öryggisstigi.

Á höfuðborgarsvæðinu búa um 64% landsmanna. Hlutfall lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur hinsvegar lækkað úr því að vera 47% af starfandi lögregluþjónum á landinu á árinu 2010 í 39% á árinu 2022. Enn meiri fækkun hefur orðið á hlutfalli borgaralegra starfsmanna lögreglunnar.

Sveitarfélögin eiga í góðu samstarfi við lögregluna, ekki síst þegar kemur að forvarnarmálum vegna barna og ungmenna. Það er því afar mikilvægt styrkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, til að halda í við íbúaþróun og jafnframt að þróa áfram hugmyndafræði samfélagslöggæslu. Með fjölgun samfélagslögregluþjóna, sem vinna markvisst með velferðarþjónustu og félagsmiðstöðvum er hægt að grípa strax inn í hópamyndanir og ofbeldi á meðal ungmenna og stemma þannig stigu við afbrotum og jafnframt að auka við þjónustustig lögreglunnar í samfélaginu.
5. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd
Fyrirliggjandi er fundargerð 407. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 23. nóvember 2022 ásamt fylgigögnum, minnisblaði VSÓ ráðgjafar dags 11. nóvember 2022 um áætlaðar greiðslur vegna flýtingar á afhendingu skíðalyftna og fjárfestingaryfirliti skíðasvæðanna.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Einar Kristján Stefánsson
6. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi eru fundargerðir verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 17. nóvember og 2. desember 2022. Einar K. Stefánsson verkefnastjóri er gestur fundarins og kynnir mögulegar sviðsmyndir varðandi afhendingu lyfta og uppgjör samnings við Doppelmayr.
Verkefnastjóra, í samráði við verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum, er falið að leita samninga við verktaka þannig að afhending lyftanna fari fram þegar þær eru tilbúnar og tryggt verði að ekki verði um frekari kröfur af hálfu verktaka að ræða.
 
Gestir
Einar Kristján Stefánsson
7. 2211006 - FOR- Sjálfbærniráð -ósk um tilnefningu
Með erindi forsætisráðuneytisins dags. 6. nóvember 2022, var óskað eftir tilnefningu SSH á fulltrúa í Sjálfbærniráð. Var málið afgreitt milli funda og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar til vara, tilnefnd og tilkynning þess efnis send ráðuneytinu hinn 28. nóvember 2022.
Samþykkt
Ósk um tilnefningu í Sjálfbærniráð.pdf
8. 2110008 - Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 84. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 3. október 2022.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 85. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 7. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar
84. fundur 031022.pdf
85. fundur 071122 .pdf
9. 1906002 - Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 - 2024
Fyrirliggjandi til kynningar er greinargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál um sóknaráætlanir landshluta 2021.
Lagt fram til kynningar
10. 2202013 - Samráðshópur á sviði velferðarmála - fundargerðir
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð Samráðshóps á sviði velferðarmála dags. 12. október 2022.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð Samráðshóps á sviði velferðarmála dags. 9. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar
11. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu dags. 1. desember 2022.
Lagt fram til kynningar
12. 2110011 - Önnur mál
Fyrirhugaðir fundir á næstunni:


1. Gerð er tillaga um að undirritun samninga sveitarfélaganna utan Reykjavíkur um umdæmisráð barnaverndar ásamt veitingu styrkja úr Sóleyju fari fram mánudaginn 12. desember kl. 13:00, í Kópavogi.

Samþykkt.


2. Lagt er til að haldinn verði sérstakur vinnufundur stjórnar vegna starfsáætlunar stjórnar og undirbúnings áhersluverkefna sóknaráætlunar föstudaginn 13. janúar 2023.

Samþykkt.


3. Vígsla á nýjum skíðalyftum í Bláfjöllum mun fara fram um leið og svæðið er tilbúið og viðrar til skíðaiðkunar.



4. Fundi Stefnuráðs byggðasamlaganna sem áætlaður var 9. desember nk. er frestað.


Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40 

Til bakaPrenta