Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 553

Haldinn í Hamraborg 9,
06.03.2023 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Þorbjörg Gísladóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302001 - SSH Ársreikningur 2022
Fyrirliggjandi er ársreikningur SSH vegna ársins 2022 og hefur hann verið samþykktur af skoðunarmönnum.
Framkvæmdastjóri kynnir fyrirliggjandi minnisblað um ársreikninginn dags. 1. mars 2023.
Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi hjá KPMG kynnir helstu atriði ársreiknigsins.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi ársreikning og er hann sendur stjórn til rafrænnar undirritunar.
 
Gestir
Haraldur Örn Reynisson
2. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi er fundargerð 31. fundar samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu dags. 23. febrúar 2023.

Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
3. 2107002 - Nýjar rannsóknarborholur í Bláfjöllum
Ofangreint var til umræðu á 552. fundi stjórnar SSH. Fyrirliggjandi var minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 15. febrúar 2023 til Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu og uppfært kostnaðarmat dags. 14. febrúar 2023. Einnig lágu fyrir drög að útboðsgögnum ásamt fylgigögnum. Ljóst var að gildandi fjárhagsáætlun verkefnisins var ekki til samræmis við fyrri fjárhagsáætlun og því þörf á að leita eftir frekari fjárheimildum hjá veitum sveitarfélaganna áður en verkið færi í útboðsferli.

Eftirfarandi niðurstaða var skráð í fundargerð: Frekari umræðum frestað til næsta reglulega fundar stjórnar SSH og framkvæmdastjóra auk Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu falið að vinna málið áfram fram að því.

Málið er nú lagt fram að nýju ásamt fundargerð 31. fundar Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu. Í bókun vegna málsins er ítrekað mikilvægi þess að hraðað verði gerð rannsóknarborhola og útboð vegna þess hefjist hið fyrsta.

Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri er gestur fundarins undir þessum lið og kynnir framangreint.
Stjórn SSH samþykkir að farið verði í útboð á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Er SSH þá falið að óska eftir auknum fjárheimilidum til samræmis við uppfærða kostnaðaráætlun.
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
4. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd
Fyrirliggjandi er fundargerð 411. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 1. mars 2022. Vakin er athygli á tillögu til stjórnar SSH sem fram kemur í fundargerðinni. Einar K. Stefánsson kynnir.
Frekari umræðum frestað til næsta fundar.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Einar K. Stefánsson
5. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 17. febrúar 2023 ásamt fylgigögnum. Einar K. Stefánsson verkefnastjóri kynnir.
Fyrir liggur endurmat á fjáfestingaáætlun vegna framkvæmda á skíðasvæðunum. Unnið verður frekar að skoðun og yfirferð áætlana er varða framkvæmdir í Skálafelli í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2024. Afgreiðslu á tillögu samstarfsnefndar er varðar fjármögnun á færslu varafls, sbr. það sem fram kemur í 411. fundargerð nefndarinnar, er frestað.
Hvað varðar valkosti við útfærslu og hönnun á snjóframleiðslubúnaði, sbr. minnisblað Einars K. Stefánssonar dags. 22. febrúar 2023, þá felst stjórn á þær tillögur sem þar koma fram.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Einar K. Stefánsson
6. 2302009 - SÍS Lögbundin verkefni skóla- og velferðamála
Fyrirliggjandi er bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga sem barst með tölvupósti dags. 22. febrúar 2023. Þar kemur fram að í stefnumörkun sambandsins fyrir árið 2022-2026 eru verkefni sem byggja á því að sambandið eigi m.a. samstarfi við sveitarfélög og landshlutasamtök vegna lögbundinna verkefna m.a. í takt við þróun og breytingar. Þetta felur í sér að sambandið beiti sér fyrir auknu samtali og samstarfi annars vegar milli sveitarfélaga og ríkisins og hins vegar milli sveitarfélaga og skóla s.s. á sviði íþrótta- frístunda- og æskulýðsmála og forvarnarstarfs í þágu farsældar barna. Er sérstaklega litið til verkefna er varða mótun heildstæðrar skólaþjónustu og innleiðingu farsældarlaga. Þá kemur fram að á laggirnar hafi verið settur víðtækur samráðsvettvangur um mótun heildstæðrar skólaþjónustu og kallað er eftir upplýsingum um væntingar og þarfir sveitarfélaga og þarfir sveitarfélaga og landshlutasamtaka í þessum efnum.

Lagt er til að fyrirliggjandi erindi verði vísað til Skólamálanefndar SSH.

Samþykkt
7. 2203001 - Forvarnir og geðrækt hjá unglingum-Sóknaráætlun 2022
Skýrsla Hermanns Ottóssonar "Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu", dags. 20. desember 2022, er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
8. 1910005 - Umsagnir þingmála
Umsögn SSH um 531. mál, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu, sem send hinn 1. mars sl., að höfðu samráði við stjórn með tölvupóstum, lögð fram til staðfestingar.

Samþykkt
9. 2110011 - Önnur mál
1. Lagt er til að stofnfundur Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins verði haldinn í hádeginu föstudaginn 31. mars í tengslum við landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt.

2. Fram hefur komið ósk um að flytja fund stjórnar sem er áætlaður 8. maí til 15. maí. Eins og er hafa tveir fundir stjórnar verið boðaðir í maí, þ.e. 8. og 22.
Samþykkt.

3. NPA samningar og framlag ríkisins vegna þeirra.Stjórn SSH sendir frá sér eftirfarandi bókun vegna fjármögnunar NPA samninga:

"Þann 1. janúar 2023 tóku gildi lög um breytingar á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Breytingarnar fólust annars vegar í því að innleiðingartímabil notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) var framlengt til ársloka 2024 og hins vegar í fjölgun samninga með framlag úr ríkissjóði í allt að 145 samninga á árinu 2023 og allt að 172 samninga á árinu 2024.

Í bréfi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins til sveitarfélaga, dags. 23. febrúar 2023, kemur fram að þar sem um töluverða aukningu sé að ræða muni ráðneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, móta verklag um móttöku og vinnslu umsókna um framlag vegna nýrra samninga. Þar sem gerð slíkra verklagsreglna er ekki lokið sé þá ekki tryggt að nýir samningar sem þegar hafa verið gerðir um NPA hljóti ríkisframlag.

Stjórn SSH áréttar að svo unnt verði að festa NPA þjónustu varanlega í sessi verði að tryggja mótframlag frá ríkinu. Stjórn SSH hvetur ráðuneytið til að ljúka gerð umræddra verklagsreglna sem allra fyrst til að eyða óvissu í málaflokknum og ítrekar nauðsyn þess að ríkið standi við skuldbindingar sínar um þátttöku í nýjum samningum um NPA.

Þá lýsir stjórn SSH þeirri afstöðu sinni að það þurfi að endurskoða upphæðir meðalsamninga sem nema í dag 30 milljónum, enda leiði þær til þess að sveitarfélögin beri mun meiri kostnað af NPA samningum en gert var ráð fyrir við gildistöku laga nr. 38/2018.“
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta