Til bakaPrenta
Svæðisskipulagsnefnd - 115

Haldinn í Hamraborg 9,
17.03.2023 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Birgisson ,
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir ,
Elís Guðmundsson ,
Kjartan Magnússon ,
Hjördís Ýr Johnson ,
Ingvar Arnarson ,
Karen María Jónsdóttir ,
Magnús Ingi Kristmannsson ,
Orri Björnsson ,
Stefán Már Gunnlaugsson ,
Pawel Bartoszek ,
Helga Jóhannesdóttir ,
Jón Kjartan Ágústsson ritari.
Fundargerð ritaði: Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri
Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulagsnefndar, setti fund og stýrði.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303002 - Bættar almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar - starfshópur IRN
Fyrirliggjandi er bréf formanns svæðisskipulagsnefndar dags. 7. mars 2023 þar sem óskað eftir þátttöku fulltrúa frá svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins í starfshópi ráðuneytisins um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Einnig liggur fyrir tölvupóstur frá innviðaráðuneyti sama dags þar sem tekið er undir beiðni og óskað eftir tilnefningu nefndarinnar.
Pawel Bartoszek er tilnefndur sem fulltrúi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins og Hjördís Ýr Johnson til vara.
Samþykkt
Bréf_innviðaráðherra_almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar_SSH_mars 2023.pdf
RE: 2003003 - Bréf til innviðaráðuneytis vegna starfshóps um bættar almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar.pdf
Karen María Jónsdóttir kom inn á fund.


2. 2010006 - UST Urriðakotshraun -áform um friðlýsingu
Fyrirliggjandi er kynning Umhverfisstofnunar dags. 9 febrúar 2023 á tillögu friðlýsingar Urriðakotshrauns í Garðabæ sem fólkvang ásamt korti af svæðinu. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 11. maí 2023. Drög að friðlýsingu var tekið fyrir á 98. fundi nefndarinnar dags. 15. janúar 2021 þar sem eftirfarandi var bókað í fundargerð: Svæðisskipulagsnefnd tekur undir umsögn svæðisskipulagsstjóra dags. 4. nóv. 2020 br. 11.nóv. 2021 og hvetur til að samráð verði haft við Vegagerð og skrifstofu SSH við nánari útfærslu friðlýsingar.

Einnig liggur fyrir umsögn svæðisskipulagsstjóra dags. 13. mars 2023.
Umsögn svæðisskipulagstjóra dags. 13. mars 2023 samþykkt.

Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, Ingvar Arnarson og Kjartan Magnússon sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Fulltrúar Garðabæjar leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Garðabæjar benda á að samkvæmt skipulagsáætlunum Garðabæjar kallast umræddur vegur nú Flóttamannavegur en hvorki Ofanbyggðarvegur né Elliðavatnsvegur. Tillaga að breytingu aðalskipulags sem bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að auglýsa samhliða auglýsingu Umhverfisstofnunar um áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs gerir ráð fyrir að Flóttamannavegur frá Urriðaholti að Vífilsstöðum verði skilgreindur sem „tengibraut“ en ekki „aðrir vegir“.

Ofanbyggðavegur sem aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir mun samkvæmt gildandi aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 tengjast stofnbrautinni Ofanbyggðarvegur í Garðabæ sem liggur frá bæjarmörkum um Setbergshlíð að mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut á móts við Molduhraun. Stefna Garðabæjar um Ofanbyggðarveg sem er sett fram í gildandi aðalskipulagi gerir því ekki ráð fyrir stofnbraut um Flóttamannaveg að Vífilsstöðum.

Veghelgunarsvæði stofnbrauta er að jafnaði 60 metra breitt og ef gera þyrfti ráð fyrir stofnbraut í legu Flóttamannavegar þyrfti bæði að skerða golfbrautir og ósnortin hraun sem tillaga að fólkvangi gerir ráð fyrir að friðlýsa. Auk þess liggja friðlýst svæði Vífilsstaðahrauns og Maríuhella sitthvoru megin við Flóttamannaveg en fjarlægð þar á milli er styst.
Garðabær vill leggja sitt af mörkum með breytingu aðalskipulags sem gerir ráð fyrir að Flóttamannavegur skilgreinist sem tengibraut og því er fylgt eftir með tillögu að deiliskipulagi Vífilsstaðahrauns sem gerir ráð fyrir breyttri legu Flóttamannavegar að Vífilsstöðum sem stuðlar að stórbættu öryggi og afkastagetu vegarins.
Urriðakotshraun - umsögn svæðisskipulagsstjóra - 13.03.2023 - með fylgigögnum.pdf
Kynning á tillögu friðlýsingar Urriðakotshrauns.pdf
3mán kynningarkort.pdf
kynning Hagsmunaaðilar.pdf
Tillaga að skilmálum Urriðakotshraun.pdf
3. 2303006 - HAF Setbergshverfi -endurskoðun á deiliskipulagi
Fyrirliggjandi er tölvupóstur verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar dags. 9. mars 2023 þar sem tilkynnt er um auglýsingu á lýsingu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Setberghverfis og skipulagslýsing dags. janúar 2023. Einnig liggur fyrir umsögn svæðisskipulagsstjóra dags. 13. mars 2023

Umsögn samþykkt.
4. 2204005 - Fagráð SSH - fundargerðir
Lögð fram fundargerð 24. fundar fagráðs dags. 5. desember 2022
Lögð fram fundargerð 25. fundar fagráðs dags. 14. febrúar 2023

Lagt fram til kynningar
5. 2003003 - Svæðisskipulagsnefnd fundir nefndarinnar
Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn 28. apríl í boði Kópavogs. Heimsóknin er hluti af áherslum nefndarinnar kjörtímabilið 2022-2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta