Karen María Jónsdóttir kom inn á fund.
|
2. 2010006 - UST Urriðakotshraun -áform um friðlýsingu |
|
Umsögn svæðisskipulagstjóra dags. 13. mars 2023 samþykkt.
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, Ingvar Arnarson og Kjartan Magnússon sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Fulltrúar Garðabæjar leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Garðabæjar benda á að samkvæmt skipulagsáætlunum Garðabæjar kallast umræddur vegur nú Flóttamannavegur en hvorki Ofanbyggðarvegur né Elliðavatnsvegur. Tillaga að breytingu aðalskipulags sem bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að auglýsa samhliða auglýsingu Umhverfisstofnunar um áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs gerir ráð fyrir að Flóttamannavegur frá Urriðaholti að Vífilsstöðum verði skilgreindur sem „tengibraut“ en ekki „aðrir vegir“.
Ofanbyggðavegur sem aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir mun samkvæmt gildandi aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 tengjast stofnbrautinni Ofanbyggðarvegur í Garðabæ sem liggur frá bæjarmörkum um Setbergshlíð að mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut á móts við Molduhraun. Stefna Garðabæjar um Ofanbyggðarveg sem er sett fram í gildandi aðalskipulagi gerir því ekki ráð fyrir stofnbraut um Flóttamannaveg að Vífilsstöðum.
Veghelgunarsvæði stofnbrauta er að jafnaði 60 metra breitt og ef gera þyrfti ráð fyrir stofnbraut í legu Flóttamannavegar þyrfti bæði að skerða golfbrautir og ósnortin hraun sem tillaga að fólkvangi gerir ráð fyrir að friðlýsa. Auk þess liggja friðlýst svæði Vífilsstaðahrauns og Maríuhella sitthvoru megin við Flóttamannaveg en fjarlægð þar á milli er styst. Garðabær vill leggja sitt af mörkum með breytingu aðalskipulags sem gerir ráð fyrir að Flóttamannavegur skilgreinist sem tengibraut og því er fylgt eftir með tillögu að deiliskipulagi Vífilsstaðahrauns sem gerir ráð fyrir breyttri legu Flóttamannavegar að Vífilsstöðum sem stuðlar að stórbættu öryggi og afkastagetu vegarins.
|
Urriðakotshraun - umsögn svæðisskipulagsstjóra - 13.03.2023 - með fylgigögnum.pdf |
Kynning á tillögu friðlýsingar Urriðakotshrauns.pdf |
3mán kynningarkort.pdf |
kynning Hagsmunaaðilar.pdf |
Tillaga að skilmálum Urriðakotshraun.pdf |
|
|