Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 546

Haldinn í Hamraborg 9,
07.11.2022 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Þorbjörg Gísladóttir ,
Þór Sigurgeirsson ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
Almar Guðmundsson formaður stjórnar SSH stýrir fundi. Gengið er til dagskrár.


1. 2207002 - SSH og lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins - samstarf og upplýsingagjöf
Fyrir 542. fundi stjórnar lá tillaga um að efna til fundar stjórnar SSH og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins til að fara yfir starfsemi lögreglunnar, samstarf og stilla saman strengi en gert er ráð fyrir því í samþykktum að lögreglustjóri hitti stjórn SSH tvisvar á ári. Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri kynna helstu verkefni og áskoranir sem embættið stendur frammi fyrir. Umræður.
Stjórn SSH vill koma á framfæri þakklæti til lögreglustjóra fyrir kynninguna og að hafa frumkvæði að samtali aðila. Næsti samráðsfundur stjórnar SSH og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins verður haldinn föstudaginn 3. febrúar 2023 á lögreglustöðinni, Hverfisgötu.
 
Gestir
Halla Bergþóra Björnsdóttir
Ásgeir Þór Ásgeirsson
2. 2103006 - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæði - Sóknaráætlun 2020-2024
Á 535. fundi stjórnar SSH var eftirfarandi niðurstaða skráð í fundargerð: Stjórn samþykkir að framlögð drög að loftslagsstefnu verði send aðildarsveitarfélögunum til umræðu og ábendinga. Jafnframt verði drögin send Sambandi íslenskra sveitarfélaga til upplýsinga.

Nú hafa sveitarfélög og hagaðilar rýnt drögin og er málið lagt fram að nýju.

Fyrirliggjandi er tillaga að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið og verkfærakista dags. september 2022 og minnisblað verkefnashóps dags. 5. september 2022. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins kynnir.

Umræður.
SSH er falið að senda fyrirliggjandi tillögu til aðildarsveitarfélaganna til umræðu og ábendinga að nýju, m.a. vegna nýrra sveitastjórna og fagnefnda sem ekki hafa fengið tækifæri til að fjalla um drögin. Verði málinu fylgt eftir af hálfu SSH. Jafnframt verði SSH falið að fylgja viðræðum eftir við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og til að skoða nánar samstarf um hvernig eftirfylgni og utanumhaldi verði sem best komið fyrir stefnuna.
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
3. 2109010 - Umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins
Framhald umræðu frá fyrri fundum. Á 545. fundi voru kynntar hugmyndir um umdæmisráð barnaverndar fyrir viðkomandi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og var samráðshópi velferðarmála falið að vinna málið áfram, og gera drög að samningi milli sveitarfélaganna auk kostnaðargreiningar vegna umrædds umdæmisráðs. Drög að slíkum samningi ásamt viðauka við hann liggja nú fyrir auk tillagna hópsins um hverjir skuli skipaðir í umdæmisráð. Þá er fyrirliggjandi minnisblað um ferli málsins og helstu atriði umræddra samningsdraga. Svanhildur Þengilsdóttir formaður samráðshóps á velferðarsviði og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar kynnir framangreint. Umræður.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka við samninginn og tillögu um ráðsmenn.
Er SSH falið að senda framangreint til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar á vettvangi viðkomandi sveitarfélaganna. Drög að skipunarbréfum ráðsmanna verði jafnframt send viðkomandi sveitarfélögum.

Er þá gert ráð fyrir, þar sem um nýja tilhögun er að ræða, að sviðsstjórar viðkomandi sveitarfélaga eigi samtal við ráðsmenn í umdæmisráði skömmu eftir að það tekur til starfa, þar sem farið verði yfir m.a. starfshætti og verklag og skoðað hvort tilefni er til breytinga á samningnum hvað varðar t.a.m. staðsetningu og verkefni ráðsins, þegar kemur t.a.m. að ritun úrskurða og utanumhaldi. Verði niðurstaða þess samtals kynnt stjórn á fyrri helmingi ársins 2023 auk þess sem nánar verði farið yfir kostnað af störfum ráðsins.
 
Gestir
Svanhildur Þengilsdóttir
4. 2209012 - Stofnun Áfangastaðastofu
Framhald umræðu frá 545. fundi en þá var eftirfarandi bókað í fundargerð:

"Stjórn samþykkir að leggja til við sveitarfélögin að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðsins verði stofnuð og taki til starfa frá og með næstu áramótum. Starfsemin verði byggð upp á árinu 2023 og verði komin í endanlega starfsemi í upphafi árs 2024 m.v. tillögur fyrirliggjandi rekstrargreiningar KPMG. Lagðar eru fram á fundinum hugmyndir að framgangi og umfangi verkefnisins á árinu 2023 og áætluðum framlögum sveitarfélaganna á hinu fyrsta starfsári.

Verkefnastjóra í samráði við framkvæmdastjóra er falið að vinna áfram að málinu og leggja fram innleiðingar- og kostnaðaráætlun á næsta reglulega fundi stjórnar SSH í nóvember. Í framhaldi af því fari málið til endanlegrar umræðu og efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélögunum.

Er skrifstofu SSH nú falið að senda bókun stjórnar til kynningar hjá sveitarfélögunum ásamt því að fjármálastjórum sveitarfélaganna verði jafnframt kynnt áætlað fjárhagslegt umfang verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélaganna 2023."

Í þeim tilgangi að stofna Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins hafa nú verið unnin drög að samningi milli sveitarfélaganna og Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins um stofnun sjálfseignarstofnunar, þar sem m.a. kemur fram hver fjárframlög sveitarfélaganna á árinu 2023 verði vegna þessa verkefnis, og hve margir skipi stjórn og stefnuráð. Er jafnframt lagt til að SSH verði, á grundvelli þess samnings, falið að vinna áfram að stofnsamþykktum sjálfseignarstofunnar en stofnfundur fari fram sem fyrst á nýju ári, og eigi síðar en 15. mars.

Umræður. Ákveðið að fresta málinu.
5. 2205005 - SÓLEY - styrktarsjóður SSH - Sóknaráætlun 2022-2024
Á 540. fundi var ofangreint til umræðu og samþykkt að auglýsa eftir styrkumsóknum í ágústmánuði. Úthlutunarnefndir vegna styrkveitinga á sviði umhverfis og samgangna annars vegar og á sviði velferðar og samfélags hins vegar hafa nú fundað og eru tillögur þeirra, til samræmis við starfsreglur sjóðsins, um hvaða verkefni skuli styrkt fyrirliggjandi.
Stjórn SSH fellst á fyrirliggjandi tillögur úthlutunarnefnda um styrkveitingar úr sjóðnum. Þá er skrifstofu SSH falið að gera samninga við styrkþega, sbr. 6. gr. starfsregla sjóðsins.
Úthlutunarnefndum er jafnframt falið að tilkynna öllum umsækjendum um afdrif umsókna þeirra og þá er skrifstofu SSH falið að tilkynna um úthlutun á vefsíðu samtakanna, eftir að áðurgreindir samningar hafa verið gerðir, sbr. 6. gr. starfsreglnanna.
6. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd
Fyrirliggjandi er fundargerð Samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 12. október 2022.
Jafnframt er fyrirliggjandi rekstraráætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem lögð var fyrir ofangreindan fund til kynningar.
Lagt fram til kynningar
7. 2205002 - Reikningsskil sveitarfélaga - byggðasamlög og önnur félög
Með bréfi innviðaráðuneytisins dags. 5. maí 2022 voru sveitarfélögin minnt á breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 um að félagaform með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags skyldu færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags.

Í minnisblaði fjármála- og hagsýslustjóra Kópavogsbæjar, dags. 29. apríl 2022, var lýst þeirri afstöðu að þetta fæli í sér að færa þyrfti rekstur skíðasvæðanna yfir í sjálfstætt félagsform með hlutfallslegri ábyrgð eigenda.

Var farið fram á afstöðu ÍTR til þessa og hefur fjármálastjóri ÍTR átt fundi með fjármálastjórum sveitarfélaganna vegna þessa. Liggur nú fyrir bréf frá starfandi sviðsstjóra ÍTR dags. 12. október 2022, þar sem fram kemur að ekki sé talin þörf á að breyta fyrirkomulagi reikningsskila vegna ofangreindra breytingar á reglugerðinni.
Lagt fram til kynningar
8. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi er fundargerð verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 28. október 2022, ásamt fylgigögnum.

Þá er fyrirliggjandi minnisblað, dags. 24. október 2022 og uppfært 7. nóvember 2022, um mögulega flýtingu á greiðslum vegna afhendingar nýrrar skíðalyftu, Drottningar, en fyrirséð er að afhending verður á undan áætlun.

Þá voru tilboð í útboði 15572 - tilboð í snjóframleiðslukerfi - sem farið var í samkvæmt bókun 540. fundar stjórnar - opnuð hinn 13. október sl. Alls bárust fimm tilboð og var eitt tilboð undir kostnaðaráætlun. Fjárhagslegt og faglegt hæfi bjóðanda hafa verið staðfest og ekki eru til staðar neinir fyrirvarar, frávik eða önnur atriði sem valda ógildingu tilboðsins. Er því farið fram á, sbr. fyrirliggjandi gögn, heimild til að ganga til samninga við viðkomandi.
Hvað varðar mögulega flýtingu greiðsla vegna afhendingar á Drottningu þá fellst stjórn á þær tillögur sem fram koma í niðurlagi fyrirliggjandi minnisblaðs, og er verkefnahópi vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins falið að vinna að endanlegri útfærslu þeirra svo formleg afhending geti farið fram í janúarmánuði 2023.

Stjórn samþykkir að gengið verði til samninga við bjóðanda í útboði nr. 15572 og er framkvæmdastjóra falið umboð til undirritunar samninga vegna þess.
9. 2206010 - HAF - Opnun Bláfjallavegar
Ofangreint var tekið fyrir á 544. fundi þar sem tölvupóstur Önnu Maríu Elíasdóttur skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar, dags. 15. júní 2022 vegna enduropnunar Bláfjallavegar var tekinn fyrir og eftirfarandi niðurstaða skráð í fundargerð: Framkvæmdastjóra falið að fara yfir málið með það að markmiði að endurmat á lokun Bláfjallavegar fari fram.

Fyrirliggjandi eru drög að bréfi framkvæmdastjóra SSH dags. 7. nóvember 2022 til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir samstarfi vegna ofangreinds.
Lagt fram til kynningar
10. 2209011 - Viðbótarframlag URN til sóknaráætlunar 2022 og 2023
Þann 20. maí sl. barst SSH bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem vildi kanna möguleika á því að styðja sérstaklega verkefni sem varða hringrásarhagkerfið á árinu 2022 og loftslagsmál á árinu 2023 með sóknaráætlun landshlutans. Fyrirliggjandi er minnisblað SSH dags. 7. nóvember 2022, minnisblað Sorpu dags. 4. nóvember 2022 þar sem lagt er til áhersluverkefni um aukna söfnun og endurnýtingu rafúrgangs og tillaga að samning milli SSH og URN dags. 7. nóvember 2022.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og er framkvæmdastjóra veitt umboð til undirritunar samnings samkvæmt framansögðu.
11. 2208012 - Aðalfundur SSH 2022
Aðalfundur SSH og ársfundir byggðasamlaganna verður haldinn í Kjós hinn 18. nóvember nk. Fyrirliggjandi til samþykktar eru drög að dagskrá fundarins.

Jafnframt eru fyrirliggjandi drög að nýjum samþykktum SSH, sem kynnt voru fyrir kjörum fulltrúum í tölvupósti hinn 17. október 2022, en gert er ráð fyrir að nýjar samþykktir verið bornar undir atkvæði á aðalfundi.
Samþykkt
12. 1910010 - SSH Fjárhagsáætlun
Framhald umræðu um fjárhagsáætlun SSH 2023 frá 545. fundi.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti fjárhags- og starfsáætlun SSH vegna ársins 2023 og verður hún lögð fram til samþykktar á aðalfundi SSH 18. nóvember nk.
Almar Guðmundsson formaður stjórnar SSH fer af fundi og Regína Ásvaldsdóttir varaformaður tekur við fundarstjórn.



13. 2011001 - SRN Höfuðborgarstefna -tilnefning fulltrúa í starfshóp
Með erindi innviðaráðuneytisins dags. 4. október 2022, var óskað eftir tilnefningu SSH í starfshóp á grundvelli aðgerðar C.4 Borgarstefna. Samkvæmt samþykktri tillögu formanns var málið afgreitt milli funda og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri tilnefndur í hópinn og tilkynning þess efnis send ráðuneytinu hinn 24. október 2022. Var skipun hans staðfest með bréfi ráðuneytisins sama dag.
Stjórn staðfestir tilnefningu Páls Björgvins Guðmundssonar framkvæmdastjóra í starfshóp á grundvelli aðgerðar C.4 Borgarstefnu samkvæmt framangreindu.
14. 2110011 - Önnur mál
Fundadagskrá stjórnar SSH 2023:

Fyrirliggjandi er tillaga um dagsetningar reglulegra funda stjórnar SSH vegna ársins 2023, en gert er ráð fyrir að reglulegir fundir verði að jafnaði 1. mánudag hvers mánuðar, utan ágústmánuðar, að teknu tilliti til almennra frídaga.


Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta