| |
Almar Guðmundsson formaður stjórnar SSH stýrir fundi. Gengið er til dagskrár.
| | 1. 2207002 - SSH og lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins - samstarf og upplýsingagjöf | |
| Stjórn SSH vill koma á framfæri þakklæti til lögreglustjóra fyrir kynninguna og að hafa frumkvæði að samtali aðila. Næsti samráðsfundur stjórnar SSH og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins verður haldinn föstudaginn 3. febrúar 2023 á lögreglustöðinni, Hverfisgötu. | | | | | Gestir | | Halla Bergþóra Björnsdóttir | | Ásgeir Þór Ásgeirsson | |
|
| 2. 2103006 - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæði - Sóknaráætlun 2020-2024 | |
| SSH er falið að senda fyrirliggjandi tillögu til aðildarsveitarfélaganna til umræðu og ábendinga að nýju, m.a. vegna nýrra sveitastjórna og fagnefnda sem ekki hafa fengið tækifæri til að fjalla um drögin. Verði málinu fylgt eftir af hálfu SSH. Jafnframt verði SSH falið að fylgja viðræðum eftir við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og til að skoða nánar samstarf um hvernig eftirfylgni og utanumhaldi verði sem best komið fyrir stefnuna. | | | | | Gestir | | Jón Kjartan Ágústsson | |
|
| 3. 2109010 - Umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins | |
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum, ásamt viðauka við samninginn og tillögu um ráðsmenn. Er SSH falið að senda framangreint til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar á vettvangi viðkomandi sveitarfélaganna. Drög að skipunarbréfum ráðsmanna verði jafnframt send viðkomandi sveitarfélögum.
Er þá gert ráð fyrir, þar sem um nýja tilhögun er að ræða, að sviðsstjórar viðkomandi sveitarfélaga eigi samtal við ráðsmenn í umdæmisráði skömmu eftir að það tekur til starfa, þar sem farið verði yfir m.a. starfshætti og verklag og skoðað hvort tilefni er til breytinga á samningnum hvað varðar t.a.m. staðsetningu og verkefni ráðsins, þegar kemur t.a.m. að ritun úrskurða og utanumhaldi. Verði niðurstaða þess samtals kynnt stjórn á fyrri helmingi ársins 2023 auk þess sem nánar verði farið yfir kostnað af störfum ráðsins. | | | | | Gestir | | Svanhildur Þengilsdóttir | |
|
| 4. 2209012 - Stofnun Áfangastaðastofu | |
| Umræður. Ákveðið að fresta málinu. | | |
|
| 5. 2205005 - SÓLEY - styrktarsjóður SSH - Sóknaráætlun 2022-2024 | |
Stjórn SSH fellst á fyrirliggjandi tillögur úthlutunarnefnda um styrkveitingar úr sjóðnum. Þá er skrifstofu SSH falið að gera samninga við styrkþega, sbr. 6. gr. starfsregla sjóðsins. Úthlutunarnefndum er jafnframt falið að tilkynna öllum umsækjendum um afdrif umsókna þeirra og þá er skrifstofu SSH falið að tilkynna um úthlutun á vefsíðu samtakanna, eftir að áðurgreindir samningar hafa verið gerðir, sbr. 6. gr. starfsreglnanna. | | |
|
| 6. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd | |
| Lagt fram til kynningar | | |
|
| 7. 2205002 - Reikningsskil sveitarfélaga - byggðasamlög og önnur félög | |
| Lagt fram til kynningar | | |
|
| 8. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins | |
Hvað varðar mögulega flýtingu greiðsla vegna afhendingar á Drottningu þá fellst stjórn á þær tillögur sem fram koma í niðurlagi fyrirliggjandi minnisblaðs, og er verkefnahópi vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins falið að vinna að endanlegri útfærslu þeirra svo formleg afhending geti farið fram í janúarmánuði 2023.
Stjórn samþykkir að gengið verði til samninga við bjóðanda í útboði nr. 15572 og er framkvæmdastjóra falið umboð til undirritunar samninga vegna þess. | | |
|
| 9. 2206010 - HAF - Opnun Bláfjallavegar | |
| Lagt fram til kynningar | | |
|
| 10. 2209011 - Viðbótarframlag URN til sóknaráætlunar 2022 og 2023 | |
| Stjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og er framkvæmdastjóra veitt umboð til undirritunar samnings samkvæmt framansögðu. | | |
|
| 11. 2208012 - Aðalfundur SSH 2022 | |
| Samþykkt | | |
|
| 12. 1910010 - SSH Fjárhagsáætlun | |
| Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti fjárhags- og starfsáætlun SSH vegna ársins 2023 og verður hún lögð fram til samþykktar á aðalfundi SSH 18. nóvember nk. | | |
|
Almar Guðmundsson formaður stjórnar SSH fer af fundi og Regína Ásvaldsdóttir varaformaður tekur við fundarstjórn.
| | 13. 2011001 - SRN Höfuðborgarstefna -tilnefning fulltrúa í starfshóp | |
| Stjórn staðfestir tilnefningu Páls Björgvins Guðmundssonar framkvæmdastjóra í starfshóp á grundvelli aðgerðar C.4 Borgarstefnu samkvæmt framangreindu. | | |
|
| 14. 2110011 - Önnur mál | |
| Samþykkt | | |
|