Til bakaPrenta
Svæðisskipulagsnefnd - 111

Haldinn í Hamraborg 9,
11.11.2022 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Valdimar Birgisson ,
Helga Jóhannesdóttir ,
Björg Fenger ,
Helga Jónsdóttir ,
Hildur Björnsdóttir ,
Hjördís Ýr Johnson ,
Ingvar Arnarson ,
Karen María Jónsdóttir ,
Magnús Ingi Kristmannsson ,
Guðrún Lísa Sigurðardóttir ,
Svana Helen Björnsdóttir ,
Pawel Bartoszek ,
Jón Kjartan Ágústsson ritari.
Fundargerð ritaði: Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Pawel Bartoszek setti fund og stýrði.
1. 2112008 - Útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu - Sóknaráætlun 2021
Kynning á sóknaráætlunarverkefninu: Útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu, sem er áhersluverkefni sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2020 - 2024. Verkefnið fellur einnig að framkvæmd leiðarljós 4 í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, heilnæmt umhverfi. Erindið er hluti af áherslum svæðisskipulagsnefndar 2022-2026 sem voru samþykktar á 110. fundi nefndarinnar.

Einnig lagt fram til kynningar gögn sem hafa þegar verið unnið á vettvangi verkefnis.

Kynnt og rætt.
Útivistarsvæði - Kynning fyrir svæðisskipulagsnefnd - 11.11.2022.pdf
Áhersluverkefni sóknaráætlunar 2021_útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu.pdf
Minnisblað_Yfirlit yfir stöðu verks og næstu skref.pdf
Útivistarsvæði - Kynning fyrir faghóp SSH 2021_v.pdf
Útivistarsvæði - Stígar - Tölfræðiupplýsingar.pdf
Útivistarsvæði - Innviðir.pdf
Útivistarsvæði - Kortlanging þjónustu og innviða.pdf
 
Gestir
Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur, EFLA13:30
2. 2005005 - Mannlíf, byggð og bæjarrými: leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur
Stöðukynning. Á 91. fundi var samþykkt að hefja verkefnið með samþykki starfs.- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Verkefnið er unnið í samvinnu við Skipulagsstofnun og er hluti af framfylgd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 og breytingu á svæðisskipulagi sem var samþykkt 2018.

Kynnt og rætt.
 
Gestir
Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, Teiknistofan Stika13:50
3. 2209013 - Samgöngu- og þróunarás Garðabæ - Þróunarsvæði A og Hafnarfjarðarvegur
Á 110. fundi var ofangreint tekið fyrir og eftirfarandi niðurstaða skráð í fundargerð: Vísað til umsagnar svæðisskipulagsstjóra.

Fyrirliggjandi er umsögn svæðisskipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2022.
Samþykkt
Umsögn svæðisskipulagsstjóra_Samgöngu- og þróunarás Garðabæjar_11.11.2022.pdf
4. 1701003 - Græni stígurinn - Ályktun frá Skógræktarfél.Ísl.
Ofangreint var tekið fyrir á 110. fundi og eftirfarandi niðurstaða skráð í fundargerð: Lagt til að umræða um stíga og græna trefilinn fari fram á næsta fundi nefndarinnar. Lagt fram til kynningar.

Fyrirliggjandi er minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2022 um skipulagslega stöðu græna stígsins og græna trefilsins í svæðisskipulagi og gildandi aðalskipulag sveitarfélaganna.
Svæðisskipulagsnefnd felur svæðisskipulagsstjóra að hefja undirbúning að erindi til sveitarfélaganna um mögulegt samstarf um skipulag og uppbyggingu græna stígsins. Jafnframt að skoðað verði fá forgreiningu á umfangi, kostnaði og utanumhaldi verkefnisins.
Minnisblað græni stígurinn_11092022.pdf
5. 2003003 - Svæðisskipulagsnefnd - fundir nefndarinnar - áherslur 2022-2026 - Leiðarljós 4 heilnæmt umhverfi
Fyrirliggjandi er minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2022 vegna ofangreinds. Erindið er hluti af samþykktum áherslum svæðisskipulagsnefndar 2022-2026 sem voru samþykktar á 110. fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar
Minnisblað svæðisskipulagsstjóra_Áherslur svæðisskipulagsnefndar 2022-2026_11092022.pdf
6. 2003003 - Önnur mál
Svæðisskipulagsnefnd þakkar umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur og starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs fyrir góðar móttökur og áhugaverðar kynningar og umræður á seinasta fundi nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:05 

Til bakaPrenta