Til bakaPrenta
Eigendafundur Sorpu bs. - 40

Haldinn í fjarfundi,
21.11.2022 og hófst hann kl. 16:45
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Þór Sigurgeirsson ,
Björg Fenger ,
Orri Vignir Hlöðversson ,
Aldís Stefánsdóttir ,
Árelía Eydís Guðmundsdóttir ,
Svana Helen Björnsdóttir ,
Valdimar Víðisson ,
Jón Viggó Gunnarsson ,
Páll Björgvin Guðmundsson , Hildigunnur Hafsteinsdóttir .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
Regína Ásvaldsdóttir formaður eigendavettvangs setur fund og gengið er til dagskrár.


1. 2108006 - Fjárhagsáætlun byggðasamlaga 2023-2027
Framhald umræðu frá eigendafundi 3.október 2022 um endurvinnslustöð við Lambhagaveg. Þá var málinu vísað, með bókun stjórnar Sorpu bs. 21. október 2022, til staðfestingar hjá eigendavettvangi. Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir fjármálastjóri Sorpu bs. kynnir áætlaðan kostnað og mögulegar leiðir til fjármögnunar vegna byggingar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg.
Samkvæmt fyrirliggjandi greinargerð með fjárhagsáætlun Sorpu bs. 2023-2027 er heildarfjárfesting vegna þessa 1,137 milljarðar kr. og fellur til að 40% hluta á árinu 2023 og 60% hluta á árinu 2024. Eins og fram kemur í greinargerðinni er fjárfesting í endurvinnslustöðvum ekki hluti af fjárfestingaáætlun samlagsins. Þess í stað verða ákvarðanir um slíkar fjárfestingar teknar af eigendum og undirbúningur og framkvæmd þeirra fjármagnaðar sérstaklega af þeim.
Eigendavettvangur staðfestir fyrir sitt leyti bókun stjórnar Sorpu frá 21. október sl. en vísar endanlegri ákvörðun til umræðu og afgreiðslu sveitarfélaganna. Er stjórn og framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart sveitarfélögunum. Er stjórn Sorpu bs. þá falið að leita hagkvæmustu leiða við fjármögnun í samráði við sveitarfélögin.
 
Gestir
Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta