Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 542

Haldinn í Hamraborg 9,
12.08.2022 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Jóhanna Hreinsdóttir ,
Arnar Jónsson ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Halla Karen Kristjánsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003010 - Samgöngusáttmálinn - Verkefni
Fyrirliggjandi er sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., um stöðu og framgang verkefna, sbr. h-lið 6. gr. Samgöngusáttmálans. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., ásamt Þresti Guðmundssyni forstöðumanni verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum ohf. og Þorsteini R. Hermannssyni forstöðumanni þróunar hjá Betri samgöngum ohf., kynnir skýrsluna. Umræður og fyrirspurnir.
Skýrslan lögð fram til kynningar og er skrifstofu SSH falið að senda hana aðildarsveitarfélögunum til kynningar. Jafnframt fari sérstök kynning á efni skýrslunnar fram hjá þeim sveitarfélögum sem þess óska.
 
Gestir
Þorsteinn R. Hermannsson
Davíð Þorláksson
Þröstur Guðmundsson
2. 2207001 - Málefni fatlaðra - fjármögnun málaflokks
Umræða í kjölfar umræðu- og kynningarfundar fyrir kjörna fulltrúa sem haldinn var 10. ágúst sl. Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála hjá Reykjavíkurborg kynnir þá vinnu sem fór fram hjá starfshópi félags- og barnamálaráðherra um greiningu á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk og skilaði niðurstöðum vorið 2022.
Jafnfamt er gerð grein fyrir verkefnum nýs starfshóps sem móta skal tillögur um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og ætlað er að skila niðurstöðum í desember 2022. Sigurgeir Sigurgeirsson hagfræðingur kynnir nánari kostnaðargreiningu fyrir höfuðborgarsvæðið og hugmyndir um næstu skref.

Lagt er til að settur verði á fót umræðuhópur innan SSH sem mun fylgja framangreindu eftir.
Gerð er tillaga um að Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðar og Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar skipi umræddan hóp en skrifstofa SSH mun sjá um boðun funda hans.
Samþykkt
Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun 38-2018.pdf
 
Gestir
Halldóra Káradóttir
Sigurgeir Sigurgeirsson
3. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 10. ágúst 2022.

Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri kynnir framangreint.
Lagt fram til kynningar
4. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd
Fyrirliggjandi til kynningar eru fundargerð 402. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 11. ágúst 2022 og fjárfestingaráætlun vegna uppbygginga gönguskíðasvæða sem var lögð fram til samþykktar á fundi nefndarinnar.

Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri kynnir framangreint.
Lagt fram til kynningar og staðfest.
Samstarfsnefnd skíðasvæðanna 402. fundur 110822.pdf
5. 2207002 - SSH og lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins - samstarf og upplýsingagjöf
Fyrir liggur tillaga um að haldinn verði fundur stjórnar SSH og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins til að fara yfir starfsemi lögreglunnar, samstarf og stilla saman strengi en gert er ráð fyrir því í samþykktum að lögreglustjóri hitti stjórn SSH a.m.k. árlega.
Framkvæmdastjóra falið að boða til slíks fundar.
6. 2205003 - Heilbrigðisumdæmi - hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi er erindi Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dags. 5. maí 2022 þar sem sett er fram beiðni um fund með stjórn SSH í september nk.
Forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður boðið að koma fyrir næsta reglulega fund stjórnar sem haldinn verður 5. september nk.
7. 1910005 - Umsagnir þingmála
Drög að frumvarpi til laga um sýslumann eru nú í samráðsgátt en umsagnarfrestur við þau er til 15. ágúst nk.


SSH munu senda umsögn um frumvarpsdrögin til samræmis við umræður fundarins.
8. 2110011 - Önnur mál
1. Umræðu- og kynningarfundur (örfundur) fyrir kjörna fulltrúa um áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins verður haldinn föstudaginn 19. ágúst nk.

2. Almar Guðmundsson formaður stjórnar SSH vakti máls á ágangi máva í þéttbýli innan höfuðborgarsvæðisins og samþykkt var að mögulegar samræmdar aðgerðir aðildarfélaga SSH vegna ágangs máva í þéttbýli verði teknar til frekari umræðu á vettvangi stjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta