Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 557

Haldinn í Hamraborg 9,
15.05.2023 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH
Regína Ásvaldsdóttir, formaður stjórnar, setti fund og gengið var til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207001 - Málefni fatlaðra - fjármögnun málaflokks
Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Haraldur L. Haraldsson og Arnar Haraldsson eru gestir fundarins. Þeir síðarnefndu kynna þá vinnu sem hefur farið fram við endurskoðun á lagaumgjörð málaflokksins og kostnaðargreiningu hans. Ríki og sveitarfélög þurfa svo að hefja viðræður um umfang og fjármögnun málaflokksins á grundvelli þeirrar greiningar sem farið hefur fram en áætlað er að starfshópurinn sem nú er að störfum skili tillögum í maí/júní. Umræður.
Umræður
 
Gestir
Haraldur L. Haraldsson
Arnar Þór Sævarsson
Arnar Haraldsson
2. 2301013 - Málefni kjarasamninga 2023
Umræður um stöðu kjaraviðræðna og fyrirhuguð verkföll BSRB, en málinu hefur nú verið vísað til ríkissáttasemjara.
Umræður
 
Gestir
Arnar Þór Sævarsson
3. 2107002 - Nýjar rannsóknarborholur í Bláfjöllum
Á grundvelli ákvörðunar 553. fundar stjórnar SSH var farið í útboð vegna rannsóknarborhola í Bláfjöllum. Engin tilboð bárust en útboðið stóð yfir frá lokum mars til 2. maí.

Fyrirliggjandi er minnisblað Jóns Kjartans Ágústssonar dags. 15. maí 2023 þar sem lagt er til að SSH verði falið að ganga til samninga við aðila á markaði um framkvæmd rannsóknarborhola í Bláfjöllum.
Endanleg drög að samningi verði lögð fyrir stjórn til samþykktar þegar þau liggja fyrir.
Samþykkt
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
4. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi er fundargerð 32. fundar samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu dags. 21. mars 2023.
Fyrirliggjandi er fundargerð 33. fundar samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu dags. 4. maí 2023.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
5. 2206002 - Borgað þegar hent er - hringrásarhagkerfið - úrgangsmál
Fyrirliggjandi er minnisblað tæknihóps í úrgangsmálum dags. 15. maí 2023 varðandi samræmingu aðferðafræði við innleiðingu "borgað þegar hent er" auk tillögu að afgreiðslu málsins.

Gerð er tillaga um að tæknihópur sveitarfélaganna vinni áfram að verkefninu sem felur í sér að samræma innheimtufyrirkomulag sveitarfélaganna vegna meðhöndlunar úrgangs samkvæmt rúmmálsleið. Einnig að tæknihópur taki þátt í verkefninu hraðallinn með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þegar endanlegar tillögur að útfærslu liggja fyrir, verði þær sendar sveitarfélögum til umræðu og afgreiðslu.
Tillagan er samþykkt og tæknihópi sveitarfélaganna falið að vinna áfram að því til samræmis við fyrirliggjandi tillögur um framhald málsins. Er fulltrúum hópsins þá jafnframt veitt heimild, eftir atvikum með aðkomu hlutaðeigandi sviðsstjóra, til að skrifa undir viljayfirlýsingu um þátttöku í "Borgað þegar hent er hraðall" - samstarfsverkefni með Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
6. 2210002 - Höfuðborgargirðing - Elliðakotsland / Fossvallá - endurnýjun og breytt lega
Á 554. fundi stjórnar SSH var samþykkt að hefja vinnu við endurnýjun girðingar í landi Elliðakotslands og fjármögnun vegna þeirrar vinnu, þ.e. að kostnaður umfram fjárhagsáætlun 2023, vegna girðingarmála, að upphæð 1.1 milj. kr. verði fjármagnaður úr fjárhagslið annars verkefnakostnaðar skv. fjárhagsáætlun SSH. Fyrirliggjandi eru drög að samkomulagi SSH og landeiganda í Elliðakotslandi vegna endurnýjunar höfuðborgargirðingar á svæðinu, og er gerð tillaga um að framkvæmdastjóra SSH verði falið fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar þess.
Samþykkt
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
7. 1910005 - Umsagnir þingmála
Umsögn SSH við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028, 894. mál, sem send var hinn 21. apríl sl., að höfðu samráði við stjórn með tölvupóstum, lögð fram til staðfestingar.

Umsögn SSH við drög að Hvítbók um samgöngumál: drög að stefnumótandi samgönguáætlun 2024 til 2038 og fimm ára aðgerðaráætlun, sem send var hinn 21. apríl sl., að höfðu samráði við stjórn með tölvupóstum, lögð fram til staðfestingar.

Þá hafa SSH fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál. Fyrirliggjandi er minnisblað Jóns Kjartans Ágústssonar svæðisskipulagsstjóra um frumvarpið, helstu efnisatriði þess, og álitaefni tengd frumvarpinu.

Umsagnir SSH við annars vegar tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 og hins vegar við drög að Hvítbók um samgöngumál eru staðfestar.

Svæðisskipulagsstjóra er þá falið að vinna áfram að umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmslum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, til samræmis við framlagt minnisblað og umræður fundarins. Umsögnin verði þá send stjórn til samráðs með tölvupósti fyrir lok umsagnarfrestar, en stefnt er að því að fá framlengingu á honum, þ.e. til 22. maí í stað 17. maí.
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
8. 2012003 - Stafrænt ráð sveitarfélaga -Tilnefningar
Fyrir liggur að stjórn SSH þarf að tilnefna nýjan fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaga. Gerð er tillaga um tilnefningu Almars Guðmundssonar bæjarstjóra Garðabæjar.
Samþykkt
9. 2003010 - Samgöngusáttmálinn - Verkefni
Fyrirliggjandi er bréf með athugasemdum Samgangna fyrir alla, sem sent var Skipulagsstofnun, dags. 26. apríl 2023, en afrit var jafnframt sent Betri samgöngum ohf., borgarráði Reykjavíkur, Vegagerðinni, innviðaráðherra, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, og stjórn SSH til upplýsinga. Athugasemdirnar varða matsáætlun fyrir umhverfismat vegna fyrirhugaðra mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, en samtökin telja rétt að umhverfismeta einnig lausn 4 sem gerir ráð fyrir akstri Borgarlínu í blandaðri umferð á Reykjanesbraut milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka, enda telja samtökin líklegt að niðurstaða heildstæðrar greiningar væri sú að sérakreinar séu mjög víða ekki knýjandi.
Lagt fram til kynningar
10. 2003003 - Svæðisskipulagsnefnd fundir nefndarinnar
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 116. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins dags. 28. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar
11. 2110008 - Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 88. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 28. mars 2023.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 89. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 25. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar
12. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 19. apríl 2023.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 11. maí 2023.
Lagt fram til kynningar
13. 1501007 - Fjölsmiðjan - rekstur og fjárhagur
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð stjórnar Fjölsmiðjunnar dags. 25. ágúst 2022.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð stjórnar Fjölsmiðjunnar dags. 20. október 2022.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð stjórnar Fjölsmiðjunnar dags. 6. desember 2022.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð stjórnar Fjölsmiðjunnar dags. 31. ágúst 2023.

Lagt fram til kynningar
14. 2110011 - Önnur mál
2305005: Fyrirliggjandi er tölvupóstur frá Hjördísi Kristinsdóttur svæðisforingja Hjálpræðishersins á Íslandi, dags. 3. maí 2023, þar sem óskað er eftir samtali við framkvæmdastjóra SSH um vaxandi aðsókn í þær máltíðir sem Hjálpræðisherinn og Samhjálp bjóða í Kaffistofunni og Húsi Hersins við Suðurlandsbraut.

Fundaáætlun stjórnar 2023: Fyrirliggjandi er tillaga að fundadagskrá stjórnar SSH fyrir maí-des 2023, auk tillögu að dagsetningu aðalfundar SSH, en lagt er til að hann verði haldinn föstudaginn 10. nóvember.
Frestað
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta