Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 538

Haldinn í Hamraborg 9,
04.04.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ármann Kr. Ólafsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003003 - Svæðisskipulagsnefnd fundir nefndarinnar
Fyrirliggjandi er fundargerð 106. fundar svæðisskipulagsnefndar. Til umfjöllunar þess fundar var Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 og var lagt fram minnisblaðið "Þróunaráætlun SSH 2020-2024 - stöðumat 2022" dags. 29. mars 2022 ásamt fylgigögnum varðandi magn íbúðarhúsnæðis í skipulagi sveitarfélaganna, magn íbúðarhúsnæðis í skipulagsferli o.fl.

Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins og Samúel Torfi Pétursson frá VSÓ ráðgjöf kynna fyrirliggjandi minnisblað "Þróunaráætlun SSH 2020-2024 - stöðumat 2022", dags. 29. mars 2022.

Stöðumatið hefur þegar verið sent aðildarsveitarfélögunum og verður fylgt eftir með frekari kynningum á vettvangi þeirra verði þess óskað.


Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
Samúel Torfi Pétursson
2. 1501007 - Fjölsmiðjan - rekstur og fjárhagur
Framhald umræðu 532. fundar um stöðu og viðfangsefni Fjölsmiðjunnar, en fyrirliggjandi er beiðni Fjölsmiðjunnar um árlegt aukaframlag á árunum 2022-2024 en áætluð hlutdeild sveitarfélaganna er 11,5 milljónir kr. pr. ár.

Eftirfarandi var m.a. bókað í fundargerð 532. fundar:

"Hvað varðar frekari fjárhagslegan stuðning við starfsemi Fjölsmiðjunnar þá liggur fyrir eftirfarandi bókun 529. fundar:

"Stjórn tekur vel í frekari fjárhagslegan stuðning við Fjölsmiðjuna en áður en ákvörðun verður
tekin óskar stjórn eftir því að vera upplýst um ferli viðræðna við aðra aðila um frekari fjárframlög
eftir því sem þeim vindur fram. Málið verður svo tekið fyrir á ný."

Er ofangreind bókun ítrekuð en enn sem komið er liggja niðurstöður viðræðna við aðra aðila ekki fyrir. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á að styðja við starfsemina með sérstöku átaksverkefni í gegnum áhersluverkefni sóknaráætluna."

Þá er fyrirliggjandi til kynningar fundargerð frá fundi stjórnar Fjölsmiðjunnar sem fór fram 20. janúar 2022.

Ellen J. Calmon formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar og Sturlaugur Sturlaugsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar kynna helstu atriði er varða fjárhag, verkefnastöðu og notendur þeirrar þjónustu sem Fjölsmiðjan býður upp á.
Stjórn SSH samþykkir, fyrir sitt leyti, beiðni Fjölsmiðjunnar um viðbótarfjárframlag. Framkvæmdastjóra er falið að útbúa viðauka við gildandi samning um framlög til Fjölsmiðjunnar þess efnis að sveitarfélögin leggi samtals fram 11,5 milljónir króna aukalega á ári vegna áranna 2022, 2023 og 2024. Viðaukinn verði sendur til efnislegrar umræðu og afgreiðslu á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og fylgt eftir með frekari kynningu verði þess óskað.
 
Gestir
Sturlaugur Sturlaugsson
Ellen J. Calmon
3. 2103005 - Bolaöldur og móttaka á óvirkum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi er tölvupóstur sveitarstjóra Ölfuss dags. 21. mars 2022 þar sem tilkynnt er um ákvörðun sveitarfélagsins Ölfuss að loka fyrir móttöku allra jarðefna á jarðvegsmóttöku svæði í Bolaöldum. Kemur þar fram að lokunin taki gildi hinn 1. apríl.

Málið hafði áður verið tekið fyrir á 524. stjórnarfundi hinn 3. mars 2021 og 33. eigendafundi Sorpu bs. hinn 29. júni 2021 og eftirfarandi bókað í fundargerð þess fundar: "Móttaka jarðefna við Bolaöldu /málsnr. 2103005
Minnisblað framkvæmdastjóra Sorpu bs. varðandi málið lagt fram. Áframhaldandi meðferð málsins er vísað til stjórnar Sorpu bs."

Fyrirliggjandi er þá tölvupóstur framkvæmdastjóra Sorpu bs. sem sendur var bæjarstjóra Ölfuss í kjölfar fundar þeirra hinn 29. mars sl.

Framkvæmdastjóri SSH kynnir framangreint.
Lagt fram til kynningar
4. 2203018 - Norrænn samstarfshópur um borgarþróun - Tilnefning fulltrúa
Fyrirliggjandi er tölvupóstur Hönnu Dóru Hólm Másdóttur, sérfræðings í innviðaráðuneytinu, þar sem fram kemur beiðni um tilnefningu landsfulltrúa frá SSH í vinnuhóp TGA um græna borgarþróun með þátttöku allra. Meðfylgjandi tölvupóstinum eru samstarfsáætlunin sem gefur gleggri mynd af starfinu, ferðakostnaðarreglur Nordregio og upplýsingar um þá íslensku aðila sem starfa í nefndum og hópum sem heyra til norrænu ráðherranefndarinnar í byggðaþróun.

Gerð er tillaga um að Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins verði tilnefndur af hálfu SSH í vinnuhópinn.
Stjórn SSH tilnefnir Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóra sem fulltrúa SSH í vinnuhóp TGA um græna borgarþróun með þátttöku allra.
5. 2203019 - Stefnuráð áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið
Verkefnið áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið er komið í gang og hefur fyrsti fundur stefnuráðs verkefnisins farið fram. Fundurinn var haldinn 25. mars sl. og var þar tekin fyrir tillaga að framtíðarsýn fyrir áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins. Var sú tillaga samþykkt á fundinum og verður meðfylgjandi minnisblað um niðurstöðu fundarins sent til kynningar á vettvangi hlutaðeigandi sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
6. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi til kynningar eru fundargerðir verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 28. febrúar 2022, 21. mars 2022 og 30. mars 2022.
Lagt fram til kynningar
7. 2110011 - Önnur mál
Skrifstofu SSH verður lokað í tvær vikur í sumar vegna sumarleyfa, eins og undanfarin ár, frá 18. júlí til og með 29. júlí.



Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta