Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 532

Haldinn í fjarfundi,
06.12.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ármann Kr. Ólafsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Karl Magnús Kristjánsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104006 - Samræming úrgangsflokkunar - næstu skref - Sóknaráætlun 2020-2024
Fyrir 523. fundi stjórnar lá afgreiðsla sveitarfélaganna vegna skýrslu ráðgjafastofunnar Resource dags. 14. janúar 2021 um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu og minnisblöð starfshópsins dags. 12.janúar 2021 og 12. apríl 2021. Eftirfarandi niðurstaða var bókuð í fundargerð 523. fundar vegna málsins:

"Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur starfshópsins í minnisblaði dags. 12. apríl 2021 og að vinnunni verði haldið áfram á grunni þeirra. Niðurstaða fundarins verði send sveitarfélögunum til kynningar og fylgt eftir með frekari kynningum óski sveitarfélögin eftir því."

Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri kynnir stöðu vinnunnar og tillögur að næstu skrefum.


Lagt fram til kynningar
Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu - samræming úrgangsflokkunar_kynning 6.12.2021.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
2. 2102010 - Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins - Sóknaráætlun 2020-2024
Á 531. fundi var ofangreint mál til umfjöllunnar og eftirfarandi niðurstaða var bókuð í fundargerð 523. fundar vegna málsins:

"Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti framkomna tillögu um áframhald verkefnisins. Frekari kynning tillögunnar fari fram hjá þeim sveitarfélögum sem þess óska. Stjórn felur framkvæmdastjóra að útfæra endanlegt fyrirkomulag og samstarfssamning samkvæmt tillögu ráðgjafahópsins og leggja fyrir stjórn á næsta fundi."

Ráðgjafahópur verkefnis hefur fundað tvisvar síðan til að fara yfir útfærslur að samstarfssamningi milli sveitarfélaganna og liggja nú fyrir drög að samstarfssamning dags. 2.desember 2021. Einnig eru fyrirliggjandi drög að samningi milli SSH og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. desember 2021. Þá eru fyrirliggjandi fundargerðir ráðgjafahóps verkefnisins.


Niðurstaða fundar:
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og felur skrifstofu SSH að senda fyrirliggjandi samningsdrög um áframhald verkefnsisins til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar á vettvangi aðildarsveitarfélganna og þeirra samtaka atvinnulífsins sem gert er ráð fyrir að eigi aðild að samningnum. Jafnframt er skrifstofu SSH falið að óska eftir tilnefningum í stefnuráð.

Í framhaldi af afgreiðslu sveitarfélganna er framkvæmdastjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samstarfssamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

DRÖG_Samstarfssamningur um samstarfsvettvang um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið.pdf
DRÖG_Samstarfssamningur_ANR og SSH_nóv2021.pdf
9. Fundargerð ráðgjafahópur um áfangastaða- og markaðsstofu.pdf
10. Fundargerð ráðgjafahópur um áfangastaða- og markaðsstofu.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
3. 2111032 - Sóknaráætlun 2022 - Áhersluverkefni
Fyrirliggjandi er tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 8. nóvember 2021 sem varðar samþykkt ráðherra á uppfærðri og endurskoðaðri skiptareglu grunnframlaga ríkisins til sóknaráætlana sveitarfélaga fyrir árið 2022, en gert er ráð fyrir 28 milljón króna grunnframlagi til höfuðborgarsvæðisins 2022.

Á fundinum eru kynnt áhersluverkefni sem hafa verið unnin á árunum 2020 og 2021.

Lagt er fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 2. desember 2021 með tillögum að áhersluverkefnum fyrir árið 2022.


Niðurstaða fundar:
Minnisblað framkvæmdastjóra lagt fram til kynningar. Framkvæmdastjóra er falin endanleg útfærsla verkefna samkvæmt þeim tillögum sem liggja fyrir og leggja fyrir næsta fund stjórnar.
Tölvupóstur SSR dags. 8.11.2021.pdf
Sóknaráætlun_áhersluverkefni 2020 og 2021.pdf
Minnisblað. Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Verkefnarammi og áherslur 2022.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins
4. 2003010 - Samgöngusáttmálinn - Verkefni
Kynning á verkefnum Samgöngusáttmálans og sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.

Skýrsla um stöðu og framgang verkefna Samgöngusáttmálans lögð fram til kynningar.
 
Gestir
Þorsteinn R. Hermannsson forstöðumaður samgangna hjá Betri samgöngum ohf.
Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Þröstur Guðmundsson forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum ohf.
5. 1501007 - Fjölsmiðjan - rekstur og fjárhagur
Fyrirliggjandi er erindi Fjölsmiðjunnar, vegna samninga við bakhjarla starfseminnar um framtíðarfjármögnun starfseminnar ásamt afritum bréfa sem send hafa verið fyrr á árinu. Þá er ársskýrsla Fjölsmiðjunnar 2020 lögð fram til kynningar.

Þá fór stjórn SSH, ásamt framkvæmdastjóra og lögfræðingi SSH í heimsókn í Fjölsmiðjuna til frekari kynningar á starfseminni hinn 3. desember sl. en samkvæmt bókun 530. fundar var framkvæmdastjóra falið að skipuleggja slíka ferð.


Niðurstaða fundar:
Lagt fram til kynningar. Hvað varðar frekari fjárhagslegan stuðning við starfsemi Fjölsmiðjunnar þá liggur fyrir eftirfarandi bókun 529. fundar:

"Stjórn tekur vel í frekari fjárhagslegan stuðning við Fjölsmiðjuna en áður en ákvörðun verður
tekin óskar stjórn eftir því að vera upplýst um ferli viðræðna við aðra aðila um frekari fjárframlög
eftir því sem þeim vindur fram. Málið verður svo tekið fyrir á ný."

Er ofangreind bókun ítrekuð en enn sem komið er liggja niðurstöður viðræðna við aðra aðila ekki fyrir. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á að styðja við starfsemina með sérstöku átaksverkefni í gegnum áhersluverkefni sóknaráætluna.
Ársskýrsla 2020 utg. 3_LOKA.22.6.2021.pdf
Bréf_bakhjarl_SSH 22.11.2021_E2.pdf
almennt bref fjarmognun mars 2021.pdf
almennt bref langtímafjármögnun_ mai 2021.pdf
6. 2109001 - Aðalfundur SSH 2021
Á aðalfundi SSH sem haldinn var 12. nóvember sl. lögðu borgar- og bæjarfulltrúar Viðreisnar fram ályktun vegna frístundastarfs fatlaðra ungmenna á höfuðborgarsvæðinu.

Tillögunni var vísað til stjórnar SSH en stjórn hefur áður tekið þetta málefni til umræðu og á 528. fundi stjórnar var eftirfarandi bókað í fundargerð vegna þess:

"Ofangreindu er vísað til meðferðar samráðshóps á sviði velferðarmála sem skoði stöðu þessara mála, eftir atvikum í samráði við fjölskylduráð einstakra sveitarfélaga."

Er gerð tillaga um að ályktunin verði einnig send samráðshópi á sviði velferðarmála, sem hafi hliðsjón af henni við áframhaldandi skoðun málsins.


Samþykkt
ársfundur ssh tillaga frístund fatlaðra (1).pdf
7. 2104008 - Skíðasvæðin, samstarfssamingur um rekstur
Fyrirliggjandi til umræðu eru drög að endurnýjuðum samstarfssamningi sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna og drög að samstarfssamningi skíðasvæðanna og ÍTR en á 524. fundi stjórnar hinn 3. maí 2021 var eftirfarandi niðurstaða bókuð í fundargerð:

"Stjórn samþykkir að fela verkefnahópi vegna uppbyggingar og rekstrar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að vinna drög að nýjum samstarfssamningi um rekstur Skíðasvæða
höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við samstarfsnefnd skíðasvæðanna."


Niðurstaða fundar:
Stjórn felur framkvæmdastjóra að fullvinna drögin, eftir m.a. umfjöllun í samstarfsnefnd skíðasvæðanna, og leggja fyrir stjórn að nýju.
8. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 395. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og rekstraryfirlit vegna janúar-september 2021 lögð fram til kynningar. Þá er fyrirliggjandi gjaldskrá skíðasvæðanna fyrir árið 2022, en um er að ræða 4,1% hækkun frá fyrra ári, til samræmis við forsendur Reykjavíkurborgar miðað við áætlaða verðlagsþróun og nýjustu spá Seðlabanka Íslands.


Niðurstaða fundar:
Lagt fram til kynningar. Gjaldskrá Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2022 staðfest.
Gjaldskrá skíðasvæðanna 2022.pdf
9. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-enduskoðun samkomulags
Framkvæmdastjóri ásamt öðrum fulltrúum SSH, Birgi Birni Sigurjónssyni og Guðrúnu Eddu Finnbogadóttur, í starfshópi sem hefur það hlutverk að vinna tillögu að endurskoðuðu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu kynna stöðu verkefnisins og þá vinnu sem hefur farið fram. Fyrirliggjandi er skipunarbréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 21. september 2021 og viljayfirlýsing ríkis og sveitarfélaga, dags. 26. september 2021 um að unnið skuli sameiginlega að endurskoðun samkomulags um tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram til kynningar
Samkomulag varðandi rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.pdf
Skipunarbréf.pdf
 
Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson
Guðrún Edda Finnbogadóttir
10. 1910012 - Skilavegir - yfirfærsla vega til sveitarfélaga
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála í tengslum við samninga um yfirfærslu skilavega til sveitarfélaga.
Niðurstaða fundar:
Formanni og framkvæmdastjóra er falið að rita bréf til samgöngunefndar Alþingis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem stöðu viðræðna er lýst og bent á ummæli í greinargerð með lögum nr. 14/2015 um breytingu á vegalögum, en þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að það fjármagn sem nú er á hendi Vegagerðarinnar vegna veghalds þessara vega færist yfir til sveitarfélaganna samhliða yfirfærslu skilavega.
11. 2111031 - Stjórn SSH
Fyrirliggjandi eru drög að fundaáætlun vegna fastra funda stjórnar SSH árið 2022 en gert er ráð fyrir að fundir verði fyrsta mánudag hvers mánaðar, að ágúst undanskildum og að teknu tilliti til helgidaga.
Samþykkt
Fundaáætlun 2022.pdf
12. 1910005 - Umsagnir þingmála
SSH hafa fengið frumvarp til laga um fjárlög 2022 til umsagnar en umsagnarfrestur er til og með 9. desember nk.

Er gerð tillaga um að formanni og framkvæmdastjóra verði falið að gera umsögn f.h. SSH, sem verði kynnt stjórn í tölvupósti.
Samþykkt
13. 2109008 - SRN Almenningssamgöngur-Tillögur að fyrirkomulagi-starfshópur
Framkvæmdastjóri kynnir stöðu á vinnu starfshóps sem falið var það hlutverk að vinna tillögur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að fyrirkomulagi almenningssamgangna á Íslandi. Fyrirliggjandi er skipunarbréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 21. september 2021 auk minnisblaðs lögfræði- og velferarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar
Skipunarbréf, dags. 21.09.2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta