Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 556

Haldinn í fjarfundi,
17.04.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Dagur B. Eggertsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Þorbjörg Gísladóttir ,
Ragnhildur Jónsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104006 - Samræming úrgangsflokkunar - næstu skref - Sóknaráætlun 2020-2024
Umfjöllun um kynningarmál verkefnisins og tímalínu. Gunnar Dofri Ólafsson, Ísól Ómarsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson kynna en aðiar í tæknihópi sveitarfélaganna í úrgangsmálum eru gestir fundarins undir þessum lið.
Umræður
 
Gestir
Guðbjörg Brá Gísladóttir
Egill Daði Gíslason
Ishmael David
Birkir Rútsson
Sigurður Hafliðason
Linda Björk Jóhannsdóttir
Jón Kjartan Ágústsson
Ísól Ómarsdóttir
Ingimar Ingimarsson
Friðrik Klingbeil Gunnarsson
Gunnar Dofri Ólafsson
2. 2003010 - Samgöngusáttmálinn - Verkefni
Á 554. fundi stjórnar voru Páll Björgvin Guðmundsson, Birgir Björn Sigurjónsson og Ásthildur Helgadóttir tilnefnd sem fulltrúar SSH í viðræðuhópi um uppfærslu Samgöngusáttmálans. Fyrir liggur að fulltrúar ríkisins í umræddum viðræðuhópi eru fimm og lagt er til að fulltrúum SSH verði fjölgað til samræmis. Lagt er til að Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari Garðabæjar taki sæti í hópnum.
Samþykkt
3. 2209012 - Stofnun Áfangastaðastofu
Ofangreint verkefni hefur verið fjármagnað með framlögum aðila að samstarfssamningi dags. 25. janúar 2022, framlagi menningar- og viðskiptaráðuneytisins og framlögum úr sóknaráætlun. Lagt er til að framkvæmdastjóra verði veitt heimild til millifærslu eftirstöðva verkefnafjár vegna ofangreinds verkefnis til Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins ses. þegar hún hefur öðlast opinbera skráningu og bankareikningur hefur verið stofnaður.
Samþykkt
4. 2110011 - Önnur mál
Málefni fatlaðra - fjármögnun málaflokks - málsnr. 2207001

Umræður um fjármögnun málaflokksins en mikilvægt er að hún sé tryggð til framtíðar, bæði hvað varðar NPA samninga og aðra þætti, en farið hefur verið fram á nánari upplýsingar frá sveitarfélögunum og stöðu á rekstri þessa málaflokks á árinu 2022.
Þá er jafnframt í vinnslu umsögn SSH við fjármálaáætlun en þar verður einnig bent á mikilvægi þessa.
Fjármögnun málaflokks fatlaðra verður tekin til nánari umræðu á næsta reglulega fundi stjórnar.
Umræður
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar og Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri Kjósarhrepps fara af fundi.


5. 2106009 - Heimilislausir með fjölþættan vanda
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir verkefnastjóri samstarfsverkefnis vegna heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir kynnir fyrirliggjandi skýrslu um verkefnið sem unnið var í samstarfi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Umræður.
Skrifstofu SSH er falið að senda viðkomandi sveitarfélögum skýrsluna til kynningar og umræðu en skýrslunni verði jafnframt fylgt eftir með kynningu af hálfu verkefnastjóra verði þess óskað.
Jafnframt er sviðsstjórum velferðarmála umræddra sveitarfélaga, í samráði við framkvæmdastjóra SSH, falið að vinna frumkostnaðaráætlun vegna innleiðingar þeirra tillagna sem settar eru fram í skýrslunni.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir verkefnastjóri
Baldur Pálsson
Sigurbjörg Fjölnisdóttir
Svanhildur Þengilsdóttir
Guðlaug Ósk Gísladóttir
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta