Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 534

Haldinn í fjarfundi,
29.12.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
Rósa Guðbjartsdóttir boðaði forföll og tók Ágúst Bjarni Garðarsson, varamaður hennar, sæti á fundinum í hennar stað.
1. 1910012 - Skilavegir - yfirfærsla vega til sveitarfélaga
Framkvæmdastjóri SSH fer yfir og rekur málsatvik frá fundum stjórnar SSH þann 6. desember og 20. desember sl. Kemur m.a. fram að hinn 11. desember 2021 hafi SSH sent umsögn um frumvarp til fjárlaga ársins 2022 þar sem m.a. var vísað til ummæla í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. 14/2015 um breytingu á vegalögum þar sem kom fram að ekki væri gert ráð fyrir að yfirfærsla vega til sveitarfélaga hefði í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tilgangurinn með þessari tilvísun var helst sá að sækja stuðning til Alþingis þannig að þessi vilji löggjafans næði fram að ganga.

Í fyrra áliti sínu (dags. 20. desember 2021) tók meirihluti fjárlaganefndar undir þessi sjónarmið og kom fram í álitinu að eftir atvikum gæti komið til þess að millifæra þurfi fjármagn frá Vegagerðinni til viðkomandi sveitarfélags. Kom þar jafnframt fram að tryggja þurfi að fjármagn sé til staðar og því var beint til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að leysa úr málum svo tryggt væri að skilvegir nytu þjónustu frá 1. janúar 2022. Þá var bréf sent til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 22. desember sl., til að ítreka skoðun SSH á málinu (meðfylgjandi málinu).

Við upphaf þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar 2022 skilaði meirihluti fjárlaganefndar (dags. 27. desember 2021) nýju áliti þar sem fram kom að skilavegir verði á ábyrgð sveitarfélaga frá 1. janúar 2022 og beri þau þaðan í frá kostnað af rekstri þeirra enda hafi verið gert ráð fyrir því við setningu laga 139/2020, þegar frestur til samninga um yfirfærslu var framlengdur út árið 2021 að Vegagerðin mundi "áfram um sinn standa straum af kostnaði við veghald vega sem færðust úr flokki stofnvega þegar lögin tóku gildi þar til yfirfærslunni er lokið, þó ekki lengur en til ársloka 2021.

Má því gera ráð fyrir að fé til rekstrar og viðhalds til framtíðar muni ekki fylgja yfirfærslu til sveitarfélaganna, og mun ekki gert ráð fyrir því í þeim samningsdrögum sem nú liggja fyrir í viðræðum sveitarfélaganna við Vegagerðina.

Umræður um þá valkosti sem sveitarfélögin standa frammi fyrir. Lögfræðingur SSH kynnir.

Stjórn SSH áréttar þá afstöðu sína að semja beri um færslu fjármagns vegna viðhalds og reksturs umræddra skilavega, þannig að það fjármagn sem nú rennur til Vegagerðarinnar vegna reksturs þeirra skuli færast til sveitarfélaganna, sbr. ummæli í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 14/2015 þar sem skýr vilji löggjafans hvað þetta varðar kemur fram. Eru því gerðar alvarlegar athugasemdir við fyrirliggjandi samningsdrög hvað þetta varðar og er afstaða stjórnar sú að samningum um þá þætti sem lúta að fjármögnun reksturs og viðhalds umræddra vega sé ólokið. Stjórn leggur því til að samningar um skilavegi verði undirritaðar með fyrirvara þannig að gerður sé áskilnaður um allan rétt viðkomandi sveitarfélaga til að leita leiða til að knýja á um kröfur sínar hvað þetta atriði varðar. Leggur stjórn SSH til að umræddur fyrirvari verði orðaður með eftirfarandi hætti:

„Samningar hafa ekki tekist um að fjármunir sem Vegagerðin hefur haft til reksturs og viðhalds þeirra vega sem færast til hlutaðeigandi sveitarfélaga við yfirfærslu veghalds samkvæmt vegalögum, 1. janúar 2022. Í greinargerð með lögum nr. 14/2015 kemur fram sá vilji löggjafans að „ekki [sé] gert ráð fyrir að í yfirfærslunni felist aukinn kostnaður fyrir sveitarfélögin“.og að „gert er ráð fyrir að það fjármagn sem nú er á hendi Vegagerðarinnar vegna veghalds þessara vega færist yfir til sveitarfélaganna samhliða yfirfærslunni á grundvelli samninga.“ Því lítur sveitarfélagið svo á að þeim þætti sem lýtur að fjármögnun reksturs og viðhalds umræddra vega til framtíðar sé ólokið. Er því fyrirvari gerður við undirskrift þessa samkomulags og áskilnaður um allan rétt sveitarfélagsins til að til að leita allra leiða til að sækja leiðréttingu á þessu."

Bókun stjórnar verði send samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þingmönnum höfuðborgarsvæðisins, fjármála- og efnahagsráðherra, vegamálastjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ráðuneytisstjóra samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
2. nefndarálit 3. umræða 27.12.21.pdf
Bréf til ráðherra, þingmanna o.fl. 22.12.2021.pdf
1. nefndarálit 2. umræða 20.12.21.pdf
Umsögn SSH um frumvarp til fjárlaga 1_mál 101221.pdf
 
Gestir
Sigurður Haraldsson
Brynjar Þór Jónasson
Birgir Björn Sigurjónsson
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir
Brynjar Þór Jónasson
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta