Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 540

Haldinn í Hamraborg 9,
13.06.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson ,
Arnar Jónsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Halla Karen Kristjánsdóttir ,
Pálmi Þór Másson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Þór Sigurgeirsson ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Kynning á stöðu framkvæmda á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins og minnisblaði VSÓ dags. 10. júní 2022 um fyrirhuguð útboð á snjóframleiðslubúnaði og borun eftir framleiðsluvatni vegna snjóframleiðslu. Framkvæmdastjóri og Einar Kristján Stefánsson verkefnastjóri kynna framangreint.

Fyrirliggjandi til kynningar eru einnig fundargerðir verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 5. maí 2022, 31. maí 2022 og 10. júní 2022.
Stjórn samþykkir að farið verði í útboð nr.15572 vegna kaupa á snjóframleiðslubúnaði. Þá samþykkir stjórn að flýta útboði nr. 15573 vegna borunar vinnsluholu fyrir snjóframleiðslu. Áætlað fjárhagslegt svigrúm ársins 2022 verði nýtt til fjármögnunar útboði vegna borunar vinnsluholu.
 
Gestir
Einar Kristján Stefánsson
2. 2107002 - Nýjar rannsóknarborholur í Bláfjöllum
Fyrirliggjandi eru drög að minnisblaði SSH vegna ofangreinds og minnisblað Mannvits til kynningar á þessu máli ásamt frekari bakgrunnsgögnum. Gert er ráð fyrir að málið verði lagt fyrir að nýju á næsta reglulega fundi stjórnar 5. júli nk.
Lagt fram til kynningar
3. 2205009 - Skíðasvæðin -Rekstur
Samkvæmt þjónustusamningi ÍTR og SSH sem gerður er á grundvelli samstarfssamnings sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins skal ÍTR á þriggja mánaða fresti senda fjárhagsupplýsingar, milliuppgjör og upplýsingar um stöðu framkvæmda til eigendavettvangs skíðasvæðanna. Fyrirliggjandi er rekstraruppgjör fyrir janúar-mars 2022.
Lagt fram til kynningar
4. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-endurskoðun samkomulags
Málið kynnt og upplýst um stöðu viðræðna við ríkið vegna endurskoðunar samkomulags um almenningssamgöngur.
Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Árni Freyr Stefánsson
5. 2205005 - SÓLEY - styrktarsjóður SSH -Sóknaráætlun 2020-2024
Fyrirliggjandi er minnisblað Hildigunnar Hafsteinsdóttur lögfræðings SSH dags. 8. júní 2022. Meðal áhersluverkefna í sóknaráætlun eru styrkveitingar til verkefna á annars vegar sviði umhverfis og samgangna og hins vegar velferðar og samfélags. Styrktarsjóður SSH, Sóley, hefur áður veitt styrki til verkefna á sviði ferðaþjónustu og nýsköpunar. Starfsreglur sjóðsins hafa nú verið uppfærðar m.t.t. þess að hann nýtist til styrkveitinga á fleiri sviðum en áður og eru þær lagðar fyrir stjórn til staðfestingar. Þá liggja fyrir drög að auglýsingum um styrkumsóknir og er óskað samþykkis stjórnar á því að þær verði birtar í ágústmánuði. Jafnframt eru lagðar fram til samþykktar stjórnar tillögur um hvaða aðilar skuli tilnefna einstaklinga í úthlutunarnefnd vegna styrkveitinga, og er jafnframt óskað eftir því að stjórn skipi án tilnefningar einn einstakling í úthlutunarnefnd vegna hvorrar úthlutunar.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breyttum starfsreglum sjóðsins og að auglýsingar eftir styrkumsóknum verði birtar í ágústmánuði.
Hvað varðar skipun fulltrúa í úthlutunarnefnd er samþykkt að óskað verði tilnefninga frá Félagsvísindasviði HÍ og Klaki - Icelandic Startups vegna úthlutunar styrkja á sviði velferðar- og samfélags. Vegna úthlutunar á sviði umhverfis- og samgangna verði óskað tilnefninga frá Auðnu tæknitorgi og Betri samgöngum ohf. Fulltrúar SSH í nefndinni, sem skipaðir eru án tilnefningar eru Jón Kjartan Ágústsson sem skipaður er í úthlutunarnefnd vegna verkefna á sviði umhverfis og samgangna og Svanhildur Þengilsdóttir sem skipuð er í úthlutunarnefnd vegna verkefna á sviði velferðar og samfélags.
Minnisblað - SÓLEY - 080622.pdf
Starfsreglur Soleyjar HH 080622.pdf
6. 2206002 - Borgað þegar hent er - hringrásarhagkerfið - úrgangsmál
Hinn 1. janúar 2023 taka í gildi lagabreytingar um meðhöndlun úrgangs um úrvinnslugjald. Lagabreytingar kveða m.a. á um að innheimta vegna sorphirðu skuli vera sem næst raunkostnaði við meðhöndlun úrgangs. Fyrirliggjandi er minnisblað starfshóps um samræmingu úrgangsflokkunar dags. 31. maí 2022 þar sem fram kemur tillaga um að starfshópurinn vinni tillögur að samræmdu kerfi sveitarfélganna vegna þessa.
Starfshópi um samræmingu úrgangsflokkunar er falið að vinna tillögur að samræmdri útfærslu á „borgað þegar hent er“ kerfi, í samstarfi við fjármálastjóra sveitarfélaganna. Verkefnið verið jafnframt kynnt Stefnuráði byggðasamlaganna og stjórn Sorpu bs. Stjórn verði upplýst um framvinduna og málið lagt fyrir stjórnarfund að nýju.
7. 2205010 - Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði
Fyrirliggjandi er skýrsla með niðurstöðum og tillögum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, dags. 19. maí 2022, ásamt kynningarglærum um tillögur hópsins.
Frekari umræðum frestað en málið tekið fyrir að nýju á næsta reglulega fundi stjórnar.
Starfshópur um umbætur á húsnæðismarkaði - skýrsla - lokaeintak.pdf
8. 2205006 - Húsnæðismarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Á fundi borgarráðs þann 3. maí 2022 var samþykkt að vísa tillögu um að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að samræðu um stöðuna á húsnæðismarkaði á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem gildir til ársins 2040 til meðferðar borgarstjóra. Í kjölfarið barst beiðni frá borgarstjóra um að ofangreint yrði tekið til umræðu stjórnar.
Lagt fram til kynningar
9. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi til kynningar eru fundargerð Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu nr. 23. dags. 3. maí 2022 og nr 24. dags. 25. maí 2022.
Lagt fram til kynningar
10. 2110008 - Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 80. fundar Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 2. maí 2022.
Lagt fram til kynningar
80. fundur 020522.pdf
11. 2110011 - Önnur mál
Lagt er til að næsti reglulegi fundur stjórnar verði haldinn þriðjudaginn 5. júlí nk.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta