Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 552

Haldinn í fjarfundi,
20.02.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Þorbjörg Gísladóttir ,
Einar Þorsteinsson ,
Páll Björgvin Guðmundsson , Hildigunnur Hafsteinsdóttir .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211011 - Sóknaráætlun - Áhersluverkefni 2023
Framhald frá umræðum á 551. fundi þar sem eftirfarandi niðurstaða var skráð í fundargerð: "Framkvæmdastjóra er falið að ljúka við útfærslu áhersluverkefna ársins 2023 m.v. fyrirliggjandi drög og leggja fyrir fund stjórnar til samþykktar 20. febrúar nk."

Tillögur dags. 15. febrúar 2023 um áhersluverkefni sóknaráætlunar árið 2023 eru nú kynntar og lagðar fram til samþykktar stjórnar. Einnig er lagt fram minnisblað SSH dags. 15. febrúar 2023 ásamt fylgigögnum. Þá liggur fyrir tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu þar sem koma fram upplýsingar um skiptingu framlaga til sóknaráætlana landshluta á árinu 2023, en samkvæmt því sem þar kemur fram fær höfuðborgarsvæðið úthlutað 25 milljónum kr. til áhersluverkefna á árinu 2023. Mótframlag SSH skv. fjárhagsáætlun 2023 er 5 milljónir kr.

Er framangreint lagt fyrir stjórn til afgreiðslu og farið fram á samþykki þess að verkefnum verði haldið áfram með þeim hætti sem lýst er í minnisblaði dags. 15. febrúar 2023. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH kynnir. Umræður.
Stjórn samþykkir tillögur um áhersluverkefni sóknaráætlunar árið 2023 og felur framkvæmdastjóra að leggja þær fyrir stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál, sbr. fyrirliggjandi minnisblað dags. 15. febrúar 2023.
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
2. 2103006 - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæði - Sóknaráætlun 2020-2024
Fyrirliggjandi er tillaga að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið dags. september 2022; minnisblað verkefnashóps dags. 5. september 2022 og minnisblað SSH dags. 31. janúar 2023.

Á 535. fundi stjórnar SSH var eftirfarandi niðurstaða skráð í fundargerð: "Stjórn samþykkir að framlögð drög að loftslagsstefnu verði send aðildarsveitarfélögunum til umræðu og ábendinga."

Á 546. fundi stjórnar SSH var eftirfarandi niðurstaða skráð í fundargerð: "SSH er falið að senda fyrirliggjandi tillögu til aðildarsveitarfélaganna til umræðu og ábendinga að nýju, m.a. vegna nýrra sveitastjórna og fagnefnda sem ekki hafa fengið tækifæri til að fjalla um drögin. Verði málinu fylgt eftir af hálfu SSH. Jafnframt verði SSH falið að fylgja viðræðum eftir við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og til að skoða nánar samstarf um hvernig eftirfylgni og utanumhaldi verði sem best komið fyrir stefnuna."

Málið er nú lagt fram að nýju eftir kynningu hjá sveitarfélögunum en ekki bárust efnislegar athugasemdir við tillöguna. Eru loftslagsstefnan nú lögð fram til samþykktar stjórnar og lagt til að þeim verði vísað til sveitarfélaganna til samþykktar. Vakin er athygli að innleiðing stefnunar er í sjálfsvaldi hvers sveitarfélags en tillögur að mögulegri innleiðingu koma fram í minnisblaði SSH dags. 31. janúar 2023. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH og Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri kynna. Umræður. Einar Þorsteinsson spurðist fyrir um hvernig hefði verið brugðist við athugasemdum í umsögn Reykjavíkurborgar. Svæðisskipulagsstjóri svaraði því til að í undirbúningi sé áhersluverkefni sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins á árinu 2023 sem feli í sér nýja mælingu á losun gróðurhúsalofttegunda og ráðgjöf varðandi innleiðingu loftslagsstefnunnar hjá sveitarfélögunum.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Stjórn felur SSH að senda fyrirliggjandi gögn til sveitarfélaganna til samþykktar. Jafnframt verði farið fram á umboð til handa framkvæmdastjóra þeirra til að skrifa undir yfirlýsingu um samstarf vegna loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.

Jafnframt verði SSH falið að fylgja eftir verkefninu á árinu 2023 á vettvangi áhersluverkefna sóknaráætlunar, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
3. 2107002 - Nýjar rannsóknarborholur í Bláfjöllum
Ofangreint var til umræðu á 541. fundi stjórnar SSH hinn 5. júlí 2022 og eftirfarandi niðurstaða var skráð í fundargerð:

"Stjórn samþykkir að hafið verði útboð vegna borunar nýrra rannsóknarborhola í Bláfjöllum, að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Framangreint verði sent sveitarfélögunum og fjármálastjórum þeirra til kynningar."

Niðurstaða Umhverfisstofnunar liggur nú fyrir og er málið því lagt fram að nýju.

Fyrirliggjandi er minnisblað svæðisskipulagsstjóra dags. 15. febrúar 2023 til Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu og uppfært kostnaðarmat dags. 14. febrúar 2023. Einnig liggja fyrir drög að útboðsgögnum ásamt fylgigögnum. Ljóst er að gildandi fjárhagsáætlun verkefnisins er ekki til samræmis við þær forsendur sem lágu fyrir í júní 2022 og því þarf að leita eftir frekari fjárheimildum hjá veitum sveitarfélaganna áður en verkið fer í útboðsferli. Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri og Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri SSH kynna. Umræður.
Frekari umræðum frestað til næsta reglulega fundar stjórnar SSH og framkvæmdastjóra auk Samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu falið að vinna málið áfram fram að því.

 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
4. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi er fundargerðir 29. fundar samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingar dags. 02. febrúar 2023.
Fyrirliggjandi er fundargerðir 30. fundar samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingar dags. 16. febrúar 2023.


Lagt fram til kynningar
5. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd
Fyrirliggjandi er fundargerð 408. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 14. desember 2022.
Fyrirliggjandi er fundargerð 409. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 17. janúar 2023.
Fyrirliggjandi er fundargerð 410. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna dags. 15. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar
6. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 10. janúar 2023.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð verkefnahóps um framkvæmdir á skíðasvæðunum dags. 3. febrúar 2023 auk fundargagna.

Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH kynnir. Umræður.
Lagt fram til kynningar
7. 2206010 - HAF -Opnun Bláfjallavegar
Framhald frá 546. fundi stjórnar dags. 7. nóvember 2022 þar sem framkvæmdastjóra var falið að fara yfir málið með það að markmiði að endurmat á lokun Bláfjallavegar fari fram.

Fyrirliggjandi er bréf Vegagerðarinnar dags. 12. janúar 2023 og í kjölfarið, 23. janúar 2023, funduðu fulltrúar SSH og Vegagerðar. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir efni fundarins og næstu skrefum.
Lagt fram til kynningar
8. 1903001 - Samstarf um uppbyggingu á sérskóla á grunnskólastigi
Ofangreint var til umræðu á 537. fundi stjórnar SSH hinn 7. mars 2022 og ákveðið að veita 750.000 kr. af verkefnalið fjárhagsáætlunar SSH 2022 til greiningar á fýsileika samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu sérskóla á grunnskólastigi. Unnið hefur verið að málinu síðan, en sbr. fyrirliggjandi minnispunkta er nú að störfum sérstakur stýrihópur sem er með til skoðunar tillögur um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Er því lagt til að beðið verði með frekari skoðun á fýsileika samstarfs þar til stýrihópurinn hefur lokið störfum.

Ekki gerðar athugasemdir
9. 2201002 - Samstarf um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir
Ofangreint var til umræðu á 537. fundi stjórnar SSH hinn 7. mars 2022 og ákveðið að veita 750.000 kr. af verkefnalið fjárhagsáætlunar SSH 2022 til greiningar á fýsileika samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þjónustu við fatlað fólk, börn og fullorðna, með miklar og langvarandi þjónustuþarfir. Unnið hefur verið að málinu síðan, en sbr. fyrirliggjandi minnispunkta er nú að störfum sérstakur stýrihópur sem er með til skoðunar tillögur um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Er því lagt til að beðið verði með frekari skoðun á fýsileika samstarfs þar til stýrihópurinn hefur lokið störfum.

Ekki gerðar athugasemdir
10. 2110011 - Önnur mál
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta