Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 619

Haldinn í Hamraborg 9,
01.12.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir ,
Almar Guðmundsson ,
Ásdís Kristjánsdóttir ,
Jóhanna Hreinsdóttir ,
Regína Ásvaldsdóttir ,
Valdimar Víðisson ,
Þór Sigurgeirsson ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH
Ásdís Kristjánsdóttir varaformaður stjórnar setti fund og gengið var til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn mál

Heiða Björg Hilmisdóttir formaður stjórnar tók sæti á fundinum og tók við stjórn hans.


1. 2511007 - Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Umræður um málaflokk þjónustu við fatlað fólk og fjármögnun hennar. Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kynna þá vinnu sem stendur yfir og er fyrirhuguð hjá Sambandinu vegna þessa.

Umræður.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda erindi til stjórnar Sambandsins þar sem áréttuð skal nauðsyn þess að taka upp formlegar viðræður við ríkið um fjármögnun málaflokksins.
 
Gestir
Jón Björn Hákonarson formaður stjórnar Sambandsins.
Saga Guðmundsdóttir hagfræðingur á þróunarsviði Sambandsins
Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambandsins.
2. 2509009 - Efling hringrásar á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi er tölvupóstur frá Reykjavíkurborg, dags. 23. september 2025, þar sem fram kemur að tillaga borgarstjóra, dags. 9. september 2025, varðandi skýrslu starfshóps um hringrásarhagkerfið á höfuðborgarsvæðinu og tillögur starfshópsins samþykkt. Tillögunum er nú vísað til viðeigandi fagsviða, fyrirtækja borgarinnar og byggðasamlaga til nánari útfærslu og innleiðingar.

Sú aðgerð sem sérstaklega er vísað til stjórnar SSH er svohljóðandi: "16. Fagráð tæknimanna sveitarfélaga: Að Reykjavíkurborg beini því til stjórnar SSH að fagráð tæknimanna sveitarfélaga verði stofnað á vettvangi SSH sem verður falið að innleiða aðgerðaáætlun í átt að hringrásarhagkerfi og að fagráðið hafi verkefnisstjóra. Áætlaður kostnaður: Eitt starfsgildi hjá SSH".


Lagt fram til kynningar og vísað til umræðu um mótun áhersluverkefna sóknaráætlunar 2026.
3. 2511010 - Sóknaráætlun - áhersluverkefni 2026
Ákvarða þarf fyrirkomulag og tímasetningu vinnufundar stjórnar vegna mótunar áhersluverkefna sóknaráætlunar árið 2026.
Framkvæmdastjóra er falið að boða til fundarins og er áætlað að hann fari fram 16. janúar nk.
4. 2511012 - Samþætting heimahjúkrunar og félagsþjónustu
Í framhaldi af fundi stjórnar SSH með Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 1. september sl. hefur átt sér stað samtal um mögulega frekari samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Framkvæmdastjóra er falið að boða og undirbúa fund með Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna þessa máls.
5. 2511009 - SI Útboðsþing 2026
SSH hefur undangengin ár tekið þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins og fyrirliggjandi er tölvupóstur dags. 24. nóvember sl. með beiðni um þátttöku á þinginu 2026 en það verður haldið 20. janúar. Gert er ráð fyrir að skrifstofa SSH annist, í samráði við starfsfólk sveitarfélaganna, gagnaöflun vegna útboðsframkvæmda á vegum sveitarfélaganna, svo og kynningu á þinginu.

Samþykkt
6. 2502003 - Farsældarráð höfuðborgarsvæðisins
Fyrirliggjandi eru drög að viðauka við samstarfssamning sveitarfélaganna um svæðisbundið farsældarráð á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt
7. 2011001 - Höfuðborgarstefna
Fyrirliggjandi er tölvupóstur innviðaráðuneytisins þar sem óskað er eftir tilnefningu SSH á fulltrúa í
framkvæmdahóp vegna aðgerðaáætlunar borgarstefnu. Þess er óskað að tilnefning berist eigi síðar en 10. desember nk.

Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH er tilnefndur sem fulltrúi SSH í framkvæmdahóp vegna aðgerðaráætlunar borgarstefnu.
8. 2202013 - Samráðshópur á sviði velferðarmála - fundargerðir
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð samráðshóps á sviði velferðarmála dags. 3. september 2025.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð samráðshóps á sviði velferðarmála dags. 1. október 2025.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð samráðshóps á sviði velferðarmála dags. 5. nóvember 2025
Lagt fram til kynningar
9. 2205009 - Skíðasvæðin -Rekstur
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 430. fundar samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 1. október 2025.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 431. fundar samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 15. október 2025.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 432. fundar samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 19. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar
10. 1505001 - Samráðshópur um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 54. fundar samráðshóps um vatnsvernd og nýtingu dags. 24. september 2025.
Fyrirliggjandi til kynningar er fundargerð 55. fundar samráðshóps um vatnsvernd og nýtingu dags. 10. nóvember 2025.

Lagt fram til kynningar
11. 2404003 - Móttaka barna með fjölbreyttan menningarbakgrunn -Sóknaráætlun 2024
Fyrirliggjandi er áfangaskýrsla um móttöku barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Hrönn Pétursdóttir kynnir helstu tillögur skýrslunnar.

Lagt fram til kynningar. Skýrslunni er vísað til umfjöllunar Skólamálanefndar SSH sem er falið að móta nánar útfærslu tillagna á grundvelli hennar.
 
Gestir
Hrönn Pétursdóttir ráðgjafi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til bakaPrenta