Til bakaPrenta
Stjórn SSH - 536

Haldinn í fjarfundi,
07.02.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Gunnar Einarsson ,
Ármann Kr. Ólafsson ,
Ásgerður Halldórsdóttir ,
Dagur B. Eggertsson ,
Haraldur Sverrisson ,
Karl Magnús Kristjánsson ,
Rósa Guðbjartsdóttir ,
Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH , Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH .
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur SSH


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110007 - SRN Stefna í málefnum sveitarfélaga
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og byggðarmála í innviðaráðuneytinu er gestur fundarins og kynnir stefnu í málefnum sveitarfélaga með sérstaka áherslu á aðgerðaráætlun stefnunnar fyrir árin 2019-2023 og stöðu hvers verkefnis fyrir sig.
Lagt fram til kynningar. Umræður.
 
Gestir
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
2. 1501005 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Framkvæmdastjóri kynnir skjal um stöðu framkvæmda á skíðasvæðunum en fyrirliggjandi er fjárhagsleg staða verkefnanna í samanburði við fjárfestingaáætlun vegna þeirra. Einnig er að finna í skjalinu frekari fjárhagslegar upplýsingar m.a. er varða uppgjör til sveitarfélaganna á árinu 2021. Þá liggja fyrir fundargerðir verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9. nóvember 2021, 8. desember 2021, 25. janúar 2022 og 3. febrúar 2022 ásamt fylgigögnum.
Fjárhagsleg staða framkvæmda í samanburði við fjárhagsáætlun lögð fram til kynningar ásamt fundargerðum verkefnahóps vegna uppbyggingar og reksturs Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9.nóvember 2021, 8.desember 2021, 25.janúar 2022 og 3.febrúar 2022 ásamt fylgigögnum.
 
Gestir
Ómar Einarsson
Einar Kristján Stefánsson
3. 2201005 - Skíðasvæðin - Samstarfsnefnd
Fyrirliggjandi eru fundargerðir 397. og 398. funda samstarfsnefndar skíðasvæðanna þar sem m.a var rætt um uppbyggingu stólalyftu í Skálafelli.Þá kemur fram að samstarfsnefndin muni funda á næstunni með fulltrúum SKRR til frekara samráðs um framkvæmdir og rekstur á skíðasvæðunum. Ómar Einarsson og Einar Kristján Stefánsson eru gestir fundarins undir þessum lið og kynna framangreint.
Samráðsnefnd skíðasvæðanna í samráði við SSH er falið að skoða og eftir atvikum að útfæra nýja uppfærða fjárfestingaáætlun m.v. fyrirliggjandi gögn er m.a. snúa að stólalyftu í Skálafelli Að því loknu verða hugmyndir og áætlanir lagðar fyrir stjórn.
 
Gestir
Ómar Einarsson
Einar Kristján Stefánsson
4. 2109004 - SRN Almenningssamgöngur-endurskoðun samkomulags frá 07.05.2012-2034
Fulltrúar SSH í starfshópi um endurskoðun samkomulagsins fara yfir stöðu viðræðna við ríkið vegna endurskoðunar samkomulags um almenningssamgöngur.
Staða viðræðna kynnt.
 
Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson
Guðrún Edda Finnbogadóttir
5. 2202004 - Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins er gestur fundarins undir þessum lið og kynnir aðgerðir, þ.á.m. lokanir í skólastarfi, vegna rauðrar viðvörunar vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu.
Farið yfir reynslu á skipulagi og samræmingu m.a. í skólastarfi á höfuðborgarsvæðinu þegar rauðar veðurviðvaranir eru í gildi.
 
Gestir
Jón Viðar Matthíasson
6. 2003006 - COVID-19
Vegna breyttra reglna um sóttkví og smitgát, og sér í lagi afléttinga sem lúta að sóttkví barna, er nú til umræðu að falla frá því að veita afslátt af þjónustugjöldum sem sveitarfélögin hafa veitt þegar börn hafa ekki nýtt þjónustu leikskóla, skóla og frístundaheimila vegna sóttkvíar eða einangrunar.
Sveitarstjórar hafi samtal og upplýsingagjöf sín á milli varðandi framangreint.
 
Gestir
Jón Viðar Matthíasson00:00
7. 1908005 - Sundabraut - viðræður ríkisins og SSH
Fyrir liggur bréf Guðmundar Vals Guðmundssonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 25. janúar 2022 þar sem afhent var skilagrein starfshóps dags. 21. desember 2022 ásamt félagshagfræðilegu mati Mannvits og Cowi dags. 17. desember 2021 og kynningu dags. 20. September 2021 . Jón Kjartan Ágústsson var tilnefndur af hálfu SSH í starfshópinn.

Með skilagrein og félagshagfræðilegri greiningu er verkefni starfshópsins formlega lokið og hann lagður niður sem slíkur.

Einnig eru lagðar fram eldri skýrslur starfshóps dags. janúar 2021 og júní 2019.

Næst á dagskrá er að leita umhverfismats vegna fyrirhugaðra framkvæmda áður en frekari ákvarðanir verða teknar.
Fyrirliggjandi skjöl verði send sveitarfélögunum til kynningar og þeim boðið upp á frekari kynningu á verkefninu sé þess óskað.
Lagt fram til kynningar
Sundabraut-skilagrein starfshóps-21des2021 (1).pdf
Sundabraut-fylgiskjal1-greinargerð Mannvits og Cowi-17.12.2021.pdf
2021-09-20_Sundabraut socioeconomic analysis presentation.pdf
VEG_Sundabraut-skyrsla-vinnuhops-jan2021-1.pdf
SRN_Sundabraut-skyrsla_2019.pdf
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
8. 2112007 - Matsjá - SSNE
Fyrir liggur bréf SSNV dags. 30. september 2021 þar sem kynnt er stuðningsverkefni fyrir matarfrumkvöðla undir heitinu Matsjá. Verkefninu er stýrt af verkefnastjórn sem samanstendur af samtökum smáframleiðenda matvæla og sjö landshlutasamtökum, sem yrðu átta með þátttöku SSH. Lagt er fram minnisblað SSH dags. 4. febrúar 2022 þar sem kemur fram að SSH hyggist taka þátt í verkefninu með fjárstuðning úr verkefnasjóð SSH sem hluti af nýsköpun fyrir árið 2022.

Lagt fram til kynningar
 
Gestir
Jón Kjartan Ágústsson
9. 2110008 - Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál
Fundargerð 77. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, dags. 10. janúar 2022, lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Byggðamal_Stjornarradid_77_fundur_10012022.pdf
10. 2111001 - Önnur mál
Staða sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna á vettvangi velferðarmála, þ.e. umdæmisráð barnaverndar, staða heimilislausra með fjölþættan vanda, samstarf um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, samstarf um uppbyggingu sérskóla á grunnskólastigi og frístundastarf fatlaðra ungmenna á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirhugaður fundur með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins.
Stefnt er að því að taka framangreind mál á sviði velferðarmála til formlegrar umræðu á næsta reglulega fundi stjórnar.

Jafnframt er stefnt að því að halda sameiginlegan fund með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins þar sem áhersla verði lögð á umhverfis-, velferðar-, og samgöngumál og samstarf ríkis og sveitarfélaga innan þeirra málaflokka. Fyrirhuguð dagsetning þess fundar er 18. febrúar 2022.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta